Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 26
16
BREIÐFIRÐINGUR
þúsund ár, og' betur enn flest önnur höfuðból, liefir lialdið
lieiðri sínum, eru Reykhólar í Barðastrandarsýslu. Skai
j;eim orðum fundinn nokkur staður.
Landnáma segir svo frá, að Úlfur hinn skjálgi, sonur
Högna hvíta, liafi numið Reykjanes allt, milii Þorskafjarð-
ar og Hafrafells. Þess er eigi getið, bvort Úlfur byggði í
landnámi sínu, en víst er það, að sonarsonur lians, Már,
sonur Atla rauða, bjó á Hólum, ]). e. a. s. á Reykhólum
undir Reykjanesfjalli. Sonur Más var Ari, er varð sæhafi
til Hvítrainannahmds, en svo var írland nefnt á þeim
dögum. Sá Ari var faðir Þorgils, mikils liöfðingja, er um
langt skeið bjó á Reykhólum, við rausn mikla. Um liann
segir Grettissaga, að hann var mestur liöfðingi í Vestfirð-
ingaf jórðungi. „Hann var svo mikill. þegnskaparmaður, að
bann gaf liverjum frjálsum manni mat, svo lengi sem
þiggja vildi, varð af þessu jafnan fjölmennt á Reykjar-
liólum. Hafði Þorgils rausn milda á búi sínu.“ Þetta er jiað,
sem sagan segir okkur um búrekslur á Reykliólum árið
1016. Þótt Þorgils Arason bafi þau ummæli við Gretti:
„En ekki er hér vönd vistargerð,“ og Grettir lcti þessi um-
mæli falla, að: „Þar Iiefi ég svo verið, að ég liefi jafnan
mínum mat orðið fegnastur, j)á er ég náði honum,“ þá er
sá blær á allri frásögninni, að fjölmenni liafi verið á
Reykhólum, búrekstur stórbrotinn og við bæfi slíks liöfð-
ingja, er Þorgils Arason var.
Frá Úlfi skjálg er komin Reyknesingaætt. í henni voru
höfðingjar margir og menn stórlátir, svo sem Þorgils
Oddason á Staðarhóli, en hann var dóttursonur Ara á
Reykhólum. Um hann segir Sturlunga: „llann var stór-
fengr og auðigr.“
Rúinum 100 árum eftir vist Cirettis á Reykhólum hjá
Þorgils Arasyni er jörðin enn í umráðum ættar landnáms-
mannsins, er b\Tggði Reykjaneslönd. Þá býr þar Ingimund-
ur prestur Einarsson, liinn mesti mætismaður, hann var
ör á peninga og mesta stórmenni i skapi. Hann andaðist
1169. Sturlunga getur brúðkaupsveizlu sögulegrar, er