Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 39
BREIÐFIRÐINGUR
2!)
við örðugan sjúkdóm, seildist köld liönd dauðans enn á
ný til Látraheimilisins. Yngsti sonur lians, Valdemar, er
tekið hafði við búi af föður sínum, sannur arftaki lians í
búsnilld, dugnaði og hagleik öllum, andaðist skyndilega í
niaí 1939, hálfum þriðja mánuði fyrir dauða Ólafs, frá
stórum hópi ungra barna.
Þá fyrst virtist heljarþungi nístandi sorgarathurða ætla
að knésetja hann. En fyrir sjónum annarra har liann þá
hyrði með rólegri og æðrulausri karlmennsku, þótt liún
muni liafa orðið honum ofraun.
Þannig var allt líf Ólafs, einheiting líkamlegrar og and-
legrar orku. Minning hans mun lifa í verkum hans og nafn
lians geymast í sögu Breiðafjarðar, þar sem heztu forvíg-
ismanna héraðsins verður getið.
Það er því ekki að furða, þótt skuggi sýndist falla á
byggðina hans, er hann fluttist hurt í seinasta skiptið.
Ólafur var jarðsunginn í Flatev 21. ágúst. Voru ]iá flutt
kveðjuljóð þau, er hér birtast, frá gömlum sveitungum
hans, Sveini Gunnlaugssyni, skólastjóra á Flateyri og Jens
Hermahnssyni, skólastjóra á Bildudal. Þau lýsa Ólafi rétt
og vel.*)
*) Ivvæði Jens Hermannssonar er prentað síðar í þessu riti,
sjá bls. 58.