Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 40
30
HREIÐFIRÐINGUR
Sveinn Gunnlaugsson:
r
Olafur í Hvallátrum
Mér finnast öll mín orð of smá
og ómáttug a'ö minnast þín,
því mynd þín björt og hærri en há
í hetjuljóma við mér skín.
Þú varst mér ungum ímynd þess,
sem öflugast og glæstast var,
og aldrei nokkra ævistund
á álit það neinn skugga bar.
í hverju verki varstu stór,
það vottar ljósast eyjan þín —
á meðan geislum merlast sjór,
á meðan sól á Látur skín.
Þú breyttir grjóti í gróna jörð,
og gerðir kargann sléttan völl.
Hver spönn af landi í Látrum er
þín landnámssaga, glögg og snjöll.
Og vitni um þína högu hönd
ber hýrleitt stefni og fögur súð
á fleyi, er leggur stolt frá strönd
með stormfyllt segl og vélum knúð.
Því allt frá húni að kjalar kverk
ei kenna nokkurn galla má,
þinn hugur trúr og höndin snjöll
þar hafa lagt sitt smiðshögg á.
Um líkn við aðra enginn bar
af ólafi, um Breiðafjörð.
Þeim snauðu Látur vígi var
við vistaskort, er tíð var hörð.
Oft vissi ei þín vinstri hönd,
hvað var hin hægri að gefa þá.
Þá sá eg um þinn öðlingssvip
af æðri ljóma geislum brá.