Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 51
breiðfirðingur
41
skinsbjartar eru þær, endurminningarnar, sem þeir geyma
um hinn mæta mann, höfðingjann liorfna.
Ég endurtek það hér, sem ég hefi áður sagt annarsstað-
ar, að mikill héraðshrestur varð, er Bjarni i Ásgarði féll.
Allt er nú tómlegra á þeim slóðum, og er sem héraðið sjálft
verði svipminna fyrir sjónum vorum, þegar sá er hníginn,
er fremst bar merki þess og allt vildi því til heilla vinna.
Þótt Bjarni sé nú genginn til grafar, þykist ég þess full-
viss, að minningin um hann muni lengi lifa. Hinir eldri
segja hinum yngri sagnir af „bóndanum í Ásgarði“, hinum
þjóðlega og teprulausa bændaliöfðingja og dáðadreng.
Staka eftir Herdísi Andrésdóttur
Eitt sinn hittust þau, Símon Dalaskáld og Herdís Andrés-
dóttir; var Símon nokkuð við öl og skoraði á Herdísi til
kvæðaeinvígis. Herdís kvaðst ekki kveðast á við drukkinn
mann. Nokkru seinna hittast þau aftur og er þá Símon
allsgáður. Herdís kveðst þess þá albúin að kveðast á við
hann, en nú brá svo við að Símon, sem annars var manna
fljótastur að kasta fram stöku, færðist undan. Kveður
Herdís hann þá með þessari vísu:
„Það sést, ég vona, i sögunni,
við sókn á ljóðaþingi,
að breiðfirzk kona keflaði
kjaft á Skagfirðingi.