Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 53
breiðfirðingur
43
A síöari límum liafa Breiðfirðingar ekki lieldur látið
sitt eftir liggja í þvi að auðga íslenzkan kveðskap og bók-
menntir. Því til sönnunar nægir að nefna nöfn Eggerts
Ólafssonar, Jóns Thoroddsens, Matthíasar Jochumssonar,
Gests Pálssonar, Ólínu og Herdísar Andrésdætra, Stefáns
frá Hvítadal, Jóhannesar úr Kötlum og Steins Steinars.
En fleiri Breiðfirðingar hafa lagt gjörva hönd á list
hins hundna máls en þessi þjóðfrægu skáld. Fjöldi al-
þýðuskálda hefir stytt sér og öðrum stundir með stöku
og Ijóði. Ferskeytlan varð þeim tömust. Ilún var liæfilega
stutt og skýr til þess að meitla hana við stýrið eða orfið.
Þær sem vel voru gerðar og verðar voru lífsins, flugu
út á meðal manna, voru lærðar og lifðu á vörum alþýðu.
Enn eru til snjallir hagyrðingar við Breiðafjörð, eða
þaðan ættaðir, og enn er niörg breiðfirzk staka langfleyg
og vinsæl og svo verður væntanlega alltaf.
Einn af snjöllustu hagyrðingum breiðfirzkum er Teitur
J. Hartmann. Hann er breiðfirzkur í báðar ættir, en flutt-
ist snemma að vestan og er nú búsettur austur á Seyðis-
firði. Faðir hans hét Jón Bjarnason, og var sonur Bjarna
Oddssonar, en sá Bjarni var bróðir Yalentínusar í Stykkis-
hólmi, sem margir munu við kannast. Móðir Teits Hart-
manns hét Þórdís, dóttir Teits Teitssonar, en liann var
bróðir Gísla og Ólafs í Sviðnum.
Margir kannast við eitthvað af skáldskap Hartmanns.
Einkum iiafa stökur lians orðið vinsælar og víða borizt.
Þær eru vandvirknislega og fínlega gerðar, margar þrungn-
ar hæðni og gamansemi, sem laglega er beitt. Hartmann
er sjaldan stórorður í vísum sínum, en skeyti hans liæfa
þó oftast beint í mark.
Eg hitti Hartmann austur í fjörðum i fyrrasumar og
sagði honum frþ væntanlegu riti Breiðfirðingafél. og bað
hann að leggja einhvern skerf til fyrsta heftisins, einkum
stökur hans, þær sem þekktastar liafa orðið. Síðan fékk
ég bréf frá Hartmanni, og segir hann þar, að sökum ann-
rikis liafi sér ekki unnizt tími til þess að grufla upp vís-