Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 54
44
BREIÐFIRÐINGUR
lU'iiar, sem ég' haí'ði falað af honum. Hartmann segir í
bréfinu:
„Eins og' þú veizt, hefi ég mest fengizt við ferskeyttar
tækifærisvisur, en á samt fáein smákvæði í fórum min-
um. Mér lætur ekki vel að yrkja kvæði, en þó læt ég það
ráðast að senda þér tvö, sem þú ræður hvað þú gerir við.“
Ég er ekki i nokkrum vafa uin, livað gera skal við þessi
smákvæði Hartmanns, ég læt „Breiðfirðing“ njóta þeirra.
En ég vonast líka eftir því, að ef „Breiðfirðingi“ verður
iengra lífs auðið, megi honurn auðnast að safna til sín
einhverjum hinna smellnu og langfleygu lausavísna Hart-
manns.
Þegar svo stendur á
Það er svo gott að eiga blað,
og eitthvað til að segja,
það koma raddir innan að,
sem aftra mér að þegja.
Eg veit nú samt það væri bezt
að vera alltaf hljóður.
í grýttan jarðveg fellur flest
af fræi, er heitir: óður.
En stöku sinnum fær þó fræ
að festa djúpar rætur,
og nært af sól og sunnanblæ
það safnað þroska lætur.
Slík andans frækorn lands vors lýð
æ lýsa myrka vegi,
og hugga gegn um strit og stríð
með styrk að hinzta degi.