Breiðfirðingur - 01.04.1942, Page 56
40
BREIÐFIRÐINGUR
Jón frá Ljárskógum:
Bjarni í Asgarði.
'
Um Dali skein ágústsól hádegisheit
er heyrðum vér andlátsfregn þína.
Þá var eins og dimmdi í sérhverri sveit,
þótt sól héldi áfram að skína,
— sem húmrökkur félli um foldu og sæ,
er fréttist til gestsins með ljáinn;
það var eins og Dalirnir breyttu um blæ,
þegar Bjarni var sigraður — dáinn.
- , : .
Sem stofninn á berangri sterkur og hár
hann stóð af sér hörðustu bylji. ... .
Jafn-stoltur og hreinn eftir áttatíu ár
var öldungsins kjarkur og vilji:
Hann bognaði aldrei; hann blés ekki í kaun,
hann bað ekki afláts né vægðar,
þótt örlögin færðu honum raun eftir raun
og reyndu að beygja ’ann til þægðar.
Og margur var gesturinn, öll þessi ár,
sem einhverjum vanda var gripinn
og kom heim að Ásgarði fölur og fár
en fór þaðan glaðari á svipinn,
því alltaf var húsbóndans höfðingjalund
jafn-heilsteypt — og spurði ekki að launum,
og enginn var skjótari á örlagastund
að aðstoða vin sinn í raunum.
Til sjávar og sveita, í borg og í byggð
var bóndans í Ásgarði getið