Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 66
56
BREIÐFIRÐINGUR
Um þaö var það sagt, er fyrr segir, að hann sló í þrið.ja
sinn Rúfeyjatún, að hann fór til Bjarneyja til róðra. En
er hann fór heim aftur fann liann kýr sínar dauðar, og
Guðrúnu konu sína drukknaða, á floti, þungaða, og var
þetta kennt túnslættinum, er og sagt að Þorgeir léti af
honum. Hefir og aldrei siðan tún verið slegið í Rúfeyjum
ailt til þess að þetta er ritað (1833) eftir frásögn Odds
Ormssonar, er þá bjó í Rúfeyjum, og er sagt að slcerin
lieiti Nautasker, siðan kýrnar fórust þar, og Guðrún kona
Þorgeirs.
6.
Drukknan Jóns í Skemmu í Fíatey.
(Lbs. 1770. 4to).
Jón liét maður, og liafði húðarsetu í Flatey, þar er
Skemma hét. Var hann sjófaramaður Iiinn mesti. En þó
vitum vér eigi gjörla livenær Jón sá var uppi. Skal þess
þó geta, er gamalla og fróðra manna sögn er um Jón. Að
hann væri allgamall orðinn, er hann einn dag réri til
fiskjar sem oftar. Hafa sumir sagt hann væri einn á.
Hvessti þann dag mjög og telja sumir, að kafald væri á.
Kom Jón ei að. En um kvöklið, er menn voru til rekkna
gengnir, er sagt að vísa þessi heyrðist kveðin á glugga i
Flatey, og vissi það enginn hver kA*að:
Ellimóðum er við hroll,
allir þekkja Jón minn karl,
villtist út á veiðipoll,
valla djarfur afgamall (einsamall).
Varð aldrei síðan vart við Jón né hát lians, að mælt er.
Sonur hans var Jón á Skáleyjum, faðir Sveins á Þembu
við Stað á Reykjanesi. Sveinn átti fjóra sonu sem hér eru
nefndir: Jón, Gunnlaugur, Guðmundur og Ólafur, en dæt-
ur Sveins voru Hallbera og Guðrún. Sveinn á Þemhu