Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 77
BREIÐFIRÐINGUR
67
iim, að eftir að klaustrið var flutt úr Flatey, væri þaö um
liríð að ungir karlar og konur liéldust enn við í klaustr-
inu, og ]iað til sanninda talið, að illlifnaður væri þar, bæði
áður og eftir að klaustrið var flutt, sem nálega hvarvetna
annarsstaðar, þar senx klaustur voru, að munkar og nunn-
ur bæri út börn sin, því ei mátti barngetnaður upp kom-
ast um klausturlýð. Hvarf við það lielgi sú, er vera þótti
á klausturlifnaðinum, beitir siðau, áð mælt er, steinn
niikill inn á eynni Útburðarsteinn, og eru þó tveir, ög
standa i fjöru niðri, þar Mjósund lieitir. Sagt befir verið,
að þar væri lógað börnum, og þvi lengi trúað, að þar væri
allreimt, og þar beyrðist oft væl undan illviðrum,-
Gömul sögn frá Bjarna góða manni.
(Úr Flateyjarsögu Gísla Konráðssonar, tekið úr afskrift Fram-
farastiftunar Flateyjarhrepps.)
Sú er sögn frá Bjarna, er kallaður var „góði mann“.
Hann var Þórarinsson og bjó á Brjánslæk. Átti bann Sol-
veigu dóttur Guðmundar hins ríka á Reykjabólum. Einar
sonur Bjarnar ríka sendi menn vestur að Læk, að drepa
Bjarna saklausan, nema það bann væri auðugri. Er að
sjá, að Einar með þessu vildi ná í eigur Bjarna. Ei er
getið barna þeirra Solveigar. Sagt er að Þorst.einn, laun-
sonur Þorleifs hirðstjóra, væri formaður fararinnar. Það
er í sögnum vestra og víðar, að þeir komu sjóveg yfir
Breiðafjörð, og lentu i vog þann, er Djúpivogur er kall-
aður og lágu þar í leyni um hríð. Síðan liafa menn kallað
bann Þrælavog. Þegar kvöldaði gengu þeir ldjóðlega lieim
að bænum vopnaðir. Konur sátu þá við sláturelda í eld-
búsi. Þeir gengu liljóðlega inn og heyrðu að kona ein sagði
við aðra, er að saðningu sat: „Blæðir enn úr iðri þessu.“
Sá svarar, er á lilýddi: „Blæðir betur áður kvöldið er úti!“
Hlupu þeir síðan inn á Bjarna óvaran og drápu liann.
Þar er i sögnum, að laut mikil kæmi í gólfið, þar blóð
Bjarna blæddi niður, og Iiún yrði ei fyllt, bve mikið sem
í bana var borið; mun það liafa átt að tákna sakleysi
5*