Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 78
68
BREIÐFIKÐINGUR
Bjarna. Hefir síðan verið haft að orðtæki vestra, þegar
illa liefir gengið að fylla eittlivað upp, að það sé eins og
Iautin i Lækjargólfi. Það varð síðan trú að lieita því, að
láta börn sín bera nafn Bjarna og því trúað, að þá mundi
vel farnast.
Sögn frá Markúsi presti og Þóru.
(Úr Flateyjarsögu Gísla Konráðssonar, tekið úr afskrift Fram-
farástiftunar Flateyjarhrepps.)
Markús prestur Snæbjarnarson féklc Flateyjarþing eftir
Sigurð prest Sigurðsson. Það er gömul sögn í eyjum, að
eitt sinn, er Markús prestur kom í Skáleyjar, bað hann
Skáleyjahændur að fara skógarferð fyrir sig i Vattardak
Skáleyingar tóku lítt undir það. Þar bjó þá meðal annarra
Illugi Jónsson, er síðar hjó í Berufirði og fórst í Þorska-
firði. Hann bjó þá með fyrri konu sinni, Þóru Sigurðar-
dóttur. Hún var kölluð svarri mikill. Svo liðu tímar ei
allskammir, áður Skáleyingar komu til kirkju. Þóra fann
fyrst prest, sem spurði hana þegar um skógarferðina.
Hún segir sem var, og það með, að eigi muni þess af þeim
að vænta, þvi þeir hefðu svo margt að snúast. Beiddist
prestur þá ákaflega. En Þóra lét sitt ei minna. Deildu þau
um það fast, þar til Þóra sagði, að því mundi lokið vera,
að hún og aðrir Skáleyingar yrðu til altaris þann dag, sem
þau hefði þó ætlað sér í þessari ferð. Sig hefði líka dreymt
fyrir því í nótt. Þá var presti farin að renna reiðin, því
þó hann væri manna bráðlyndastur, var hann jafnframt
manna sáttfúsastur. Prestur spyr þá Þóru livað hana hafi
þá dreymt. Hún kvað sér þótt hafa altarið horfið úr Flat-
eyjarkirkju, en aftur kominn i þess stað grútarstampur.
Væri það og engin furða, því altarið liefði táknað blessað
guðsbarnið hann séra Sigurð, en þú ert grútarstampur-
inn, séra Markús! Ætla má að enn deildu þau ei alllítið,
en svo var sáttfýsi prests mikil, að liann bauð Skáleying-
um altarisgönguna, og lét sem ekkert hefði í skorist.