Breiðfirðingur - 01.04.1942, Qupperneq 84
Ví
BREIÐFIRÐINGUR
tiltölulega áuðvelt aö ala þá upp. A uppeldisstööinni þart'
að vera eitthvert skýli, sem þeir geta leitað hælis í, og þeir
þurfa auðvitað að hafa aðgang að sjó og helzt vatni.
Eöðrtin unganna virðist auðveld. Þeir lifa góðu lífi
á grásleppuhrognum, fiskiúrgangi, livítum maðki, mar-
fío, skelfiski o. fi. Mikils af fæðunni mundu þeir afla
sjálfir, ef þeir hafa góðan aðgang' að sjó.
Allt svæðið, hæði á sjó og' landi, verður að vera vand-
lega afgirt, svo að ungarnir sleppi ekki út, meðan þeir
éru smáir, og ekki komist nein aðskotadýr að.
Ég tel víst, að það væri til hóta að hafa eina eða fleiri
spakar æðarkollur í girðingunni með þeim. Þær myndu
stjórna liópnum framan af uppvextinum. Þegar ung-
arnir væra svo orðnir færir urn að bjarga sér á eigin spýt-
ur, um miðjan ágúst, mætti sleppa þeim alveg lausumi.
Þar sem þessi reynslútími er svo stnttur, verður ekkert
fullyrt um það að svo stöddu, hvort þessir ungar myndti
leila til átthaganna, er þeir liafa náð kynþroska aldri og
velja sér varpstað, en allar líkur henda til þess, að þeir
myndu einmitt gjöra það.
Við getum að minnsta kosti reiknað með, að þeir rnyndti
velja sér stað innan sama fjarðarins, t. d. þeir, sem aldir
eru upp i Breiðafjarðareyjum, mvndu verpa einhversstað-
ar við Breiðafjörð o. s. frv.
Ég hygg, að i flestum hyggðum eyjuni á Breiðafirði sé
liægt að finna lientugan stað fyrir slíka uppeldisstöð.
eins og ég nú hefi lýst, og ef til vill sumsstaðar á landi
líka.
Það þyrfti aðeins að laga til og girða svæðið. Þá þyrftu
varpeigendur að geta fengið hentugar útungunarvélar með
viðunandi kjörum, en þær eru nokkuð dýrar.
Það er auðsætt, að slíkar uppeldisstöðvar yrðu nokkuð
dýrar í fyrstunni, en þær ættu líka að geta enzi ieng'i.
Ef stöðvarnar væru víða um evjar, þá ætti að vera hægt
að unga út allmiklu á ári hverju, eða sem næst öllum
nýjum æðareggjum, sem til falla við leitir um varptímann.