Breiðfirðingur - 01.04.1942, Síða 87
breiðfirðingur
77
aðist ávallt vel. Hann náði landi þegar Snarfari fórst með
12 mönnum, hákarlaskip Brynjólfs Benediktsen, sem
þótti gott skip og afburða vel mannað. Einnig náði Ól-
afur landi á Gusti þar sem þeir urðu frá að liverfa, Gísli
Gunnarsson, hinn alkunni sægarpur, og Báru-Björn frá
Rifi. Um þá landtöku var kveðið:
Öldin lúða lending fann
lamin úðadrifi,
en Gísla prúða vanta vann
og varginn súða úr Bifi.“
Ólafur var fæddur á Kóngsbakka í Helgafellsveit 24.
nóv. 1817, launsonur Guðmundar hreppstjóra þar, Jóns-
sonar og Sigríðar Sumarliðadóttur. Bjó fyrst i Bár í Eyr-
arsveit, síðar í Innstabæ í Flatev. Dó í Flatev 28. fehr.
1891. Hann var sægarpur mikill og víldngur til allrar
vinnu, enda mikill að vallarsýn, talið að saman færi lík-
ams og sálar atgerfi. Hann var oft nefndur „tröllið með
barnsandlitið.“
Kona Ölafs var Guðrún einkadóttir Odds læknis Hjalta-
hns í Bjarnarhöfn, kvenna hezt að sér til munns og
handa, kunni mörg tungumál. Þeirra hörn voru: Dórotea,
Jarþrúður, heyrnarlaus og' mállaus alla æfi, giftist ekki
né átti börn, dvaldi jafnan og dó á lieimili systur sinnar;
og Sigurhorg er átti Eyjólf E. Jóhannssón kaupmann í
Flatey. Börn Eyjólfs og Sigurborgar voru þau Ólafur G.
Eyjólfsson, forstöðumaður Verzlunarskólans í Reykja-
vík, síðar kaupmaður þar, var kvæntur Jóninu dóttur
Magnúsar Sigurðssonar r. af dbr. óðalsbónda á Grund í
Eyjafirði; og Jónína Eyjólfsdóttir, nú ekkja eftir Guð-
mund Bergsteinsson, kaupmann í Flatey.
Ólafur Guðmundsson var vel hagorður, þótt vísur hans
séu ekki mörgum kunnar, m. a. er þessi:
„Syrpugustinn sífellt minn
sorgargustur mæðir,
en ég á Gusti fróun finn
frekt ef gustur æðir.“