Breiðfirðingur - 01.04.1942, Side 89
liRElm'IRÐINGUR
79
Og fremst héruðunum við Breiðafjörð. Fj'rra málið er
viðreisn forna höfuðbólsins Reykhóla, sem nú er ríkiseign,
er Jiugsast á þann liátt, að þar verði reistur skóli, er veiti
hagnýta þekkingu í ræktunarmálum. Með hliðsjón til á-
gætra skilyrða, er stórt jarðhitasvæði og landrými býður,
lítur félagið svo á, að þar sé hinn ákjósanlegasti staður
fyrir tilraunastöð með kvnbætur nytjajurta. Félagið álítur
ennfremur, að högum þjóðarinnar sé svo háttað núna,
og sem betur mun koma í íjós er þessari styrjöld lýkur,
að-enga möguleika til aukinnar framleiðslu nytjajurta,
jurtakynbóta og annara ræktunartilrauna, megi láta ó-
notaða.
Slik viðreisn og menningarhót yrði jafnframt réttar-
bætur fvrir fornfræga og fagra höfuðbólið Reykhóla, sem
um alllangt skeið Iiefur heðið í tötrum þeirra lianda, er
i'eistu það úr álagahamnum.
Nefnd sú, er Breiðfirðingafélagið hefur kosið til að ann-
ast undirbúning þessa máls, vinna fylgi valdsstjórna og
málsmetandi félaga, hefur sýnt lofsverðan áliuga og dugn-
að. Liggja nú fyrir ummæli allra sýslunefnda, hrepps-
nefnda og ungmennafélaga á Vesturlandi og umhverfis
Breiðafjörð, er öll hníga í sömu átt og óskir Breiðfirðinga-
félagsins.
Kemur nú til kasta þings og stjórnar að bregðast vel
við. Annað mál er í undirbúnmgi á vegum félagsins. Það
er útgáfa héraðssögu Dalasýslu. Það mál er i reifunum
enn. Kapp mun verða lagt á að hraða því máli og vandað
«1 þess eftir föngum.
A hverju ári hafa sex félagsfundir verið haldnir, þar
seni málefni félagsins liafa verið rædd. í lok livers fundar
eru skemmtiþættir og er kappkostað að liafa þá fjölbreytta.
Drýgstan skerf til skemmtiþáttanna leggur söngkór Breið-
firðingafélagsins.
Flestir fundir félagsins hafa verið haldnir í Oddfellow-
húsinu, aðrir i Alþýðuhúsinu og Hótel Borg, að jafnaði við
húsfylli.