Breiðfirðingur - 01.04.1942, Blaðsíða 90
80
BREIÐFIRÐINGUU
Auk almennra félagsfunda hefur árshátíð verið haldin
að Hótel Borg, í febrúarmánuði ár hvert.
Síðastliðið vor fékk félagið „útvarpskvöld" hjá Bikis-
útvarpinu.
Sú nýbreytni var upptekin hjá félaginu s. 1. vor, að bjóða
gömlum Breiðfirðingum, 16 ára og eldri, til kvöldskemmt-
unar og kaffidrykkju i Alþýðuhúsinu. Þar mættu 150
borðgestir.
Sumarferðalög er einn þáttur í störfum félagsins. Eru
farnar þrjár ferðir á hverju sunrri. Ein þeirra er ávallt
heimsóknarferð til héraðanna við Breiðafjörð.
í sjóðum á félagið um 4000 krónur. Mestur hluti þeirrar
upphæðar er í svonefndum Framkvæmdarsjóði Breið-
firðingafélagsins, sem liefur þann tilgang, samkvæmt 2.
gr. reglugerðar hans. „að styrkja ýmsar framkvæmdir er
kunna að vera gerðar í sambandi við störf félagsins i
framtíðinni.“
Stjórn Breiðfirðingafélagsins skipa nú þessir menn:
Guðmundur Jóhannesson, formaður, Snæbjörn G. Jóns-
son, féhirðir, Guðbjörn Jakobsson, ritari, Davíð Grímsson
og Jóhannes Ólafsson.
Félagar eru nú 450 talsins.
G. Jóh.
BREIÐFIRÐINGUR. Gefinn út af Breiðfirðingafélaginu í
Reykjavík. Ritnefnd: Ragnar Jóhannesson, Andrés Straumland,
Jóhann Jónasson. Afgreiðslumaður: Jóhannes Jóhannsson, kaupm.,
Grundarstíg 2.