Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 61

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 61
BREIÐFIRÐINGUR 59 dag var búið að taka beinin og skeljabrodð af steininum og allar kindurnar á harðahlaupum upp úr íjörunni, eins og þær væru reknar af ósýnilegum verum. Frá þessum degi þurfti ég ekki að reka kindur frá sjónum og aldrei fór kind í sjóinn frá Eiði meðan for- eldrar mínir bjuggu þar.“ Þetta var frásögn Jóhönnu Valentínusdóttur. Við hana má bæta orðum séra Magnúsar Guðmundssonar í Olafsvík: „En strax árið eftir að hún fór frá Eiði urðu þar miklir fjárskaðar." Jóhanna bar alla sína ævi þá trú í brjósti að til væri huldufólk og álfar og taldi þetta fyrirbæri á bernskuár- unum hafa fylgt sér sem hollvættur. Dýravinur var Jó- hanna mikill og bar ætíð mikla umhyggju fyrir hinum mállausu vinum sínum. Hún var aðeins 13 ára er hún fyrst hjálpaði kind sem var að bera, en gat ekki fætt. Eftir það er engin tala yfír allar þær skepnur sem hún hjálpaði um dagana. Fleiri urðu sporin hennar Jóhönnu við Breiðafjörð en á Eiðisstapa, þó þau yrðu henni ætíð efst í minni. Eftir fermingu lá leið Jóhönnu til Stykkishólms. Þar réðist hún sem barnfóstra til dansks kaupmanns sem hét Thejll. Þar var hún í góðu yfírlæti í þrjú ár. Margar skemmtilegar sögur átti Jóhanna í fórum sínum frá veru sinni hjá Thejll í Hólminum. Þar komst hún í kynni við leiklistina. Þar var oft verið að æfa og setja upp leikrit. Það var henni hugljúft að kynnast því. I henni blundaði dillandi leiklist og eftirhermugáfa, sem hún fór oft á kostum með. Létti hún mörgum lund og gerði fólki glatt í sinni. A þessum árum í Hólminum lærði Jóhanna margt sem kom henni að góðu gagni síðar í lífinu. Af þeim hjónum Sigríði og Thejll nam hún frábært barna- uppeldi. Það kom sér vel er hún fór sjálf að hafa með börn að gera. Einnig var hún óspör á að miðla öðrum af þekkingu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.