Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 22
20 BREIÐFIRÐINGUR söfnun gamalla muna hér í sýslu og gang safnmálanna fram á þennan dag. Á árunum 1965 til 1967 var ég barnakennari á Reykjum í Hrútafirði, og á þeim tíma voru þar öðru hvoru menn frá Þjóðminjasafninu að undirbúa opnun byggðasafns þar á staðnum. Tók ég að mér ígripavinnu að setja upp gamla baðstofu og stofu inni í safnhúsinu. Og þarna fékk ég fyrst ábuga á söfnum og varðveislu gamalla muna. Svo var það á úthallandi vetri 1968, að mér kemur skyndilega í bug einn morgun í svefnrofunum, að það ætti nú að koma upp byggðasafni í Dalasýslu. Eg var þá við barnakennslu í Strandasýslu og hafði ekki minnst á þetta við nokkurn mann heima í béraði. Nú rifjaðist það upp fyrir mér, að einn Dalamaður, Magnús Rögn- valdsson vegaverkstjóri, hafði lengi baft huga á söfnun gamalla muna og hirt upp af götu sinni eitt og annað gamalt. Nú settist ég niður og skrifaði Magnúsi Rögn- valdssyni bréf, þar sem ég vakti máls á þessu nýja áhugamáli mínu og mæltist til þess að liann kæmi á framfæri á næsta sýslufundi því tilboði mínu, að ég færi um sýsluna á komandi sumri og safnaði til byggðasafns. Bauðst ég til að vinna þetta í sjálfboðavinnu. Var samþykkt á sýslufundinum að beljast handa um minjasöfnun. Og fór ég svo um sýsluna sumarið 1968 og safnaði. Erindi mínu var hvarvetna vel tekið og fólk greiðugt að láta af hendi sína gömlu hluti, þó ekki væri fyrir hendi húsnæði nema geymslupláss, sem sýslunefnd tók á leigu í kjallara félagsheimilisins í Búðardal. Alla minni hluti flutti ég jafnóðum í bíl mínum í geymsluna. En vörubíl tók ég svo á leigu sumarið eftir til að safna saman þeim stóru hlutum, sem ég hafði ekki komið í bíl minn. Einn daginn er ég var staddur í Búðardal að skila af mér munum í geymsluna í félagsheimilinu, kom Magn- ús Rögnvaldsson að máli við mig og bað mig að taka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.