Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 99
BREIÐFIRÐINGUR
97
frá Á og Krossi, en liggur undir Skarð í Skarðshreppi,
Hvarfsdalur, sem liggur suð-austur í fjallið frá Hvarfs-
dal og liggur undir þá jörð, Búðardalur, sem einnig
liggur suð-austur í fjallið frá Búðardal á Skarðsströnd
og liggur undir þá jörð, Nípurdalur, sem liggur suð-
austur í fjallið frá Nýp og liggur undir þá jörð og
Heinaberg á Skarðsströnd, Fagridalur, sem liggur suður
í fjallið frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd og tilheyrir
þeirri jörð, Seljadalur, sem liggur suður í fjallið frá
Innri-Fagradal í Saurbæjarhreppi og tilheyrir þeirri
jörð, Þverdalur, sem liggur suður í fjallið frá Þverdal í
Saurbæjarhreppi, en tilheyrir Staðarhóli í Saurbæjar-
hreppi, Traðardalur, sem liggur suðvestur í fjallið frá
Kjarlaksvöllum í Saurbæjarhreppi, en tilheyrir einnig
Staðarhóli, Sælingsdalur, sem liggur vestur í fjallið frá
Sælingsdal í Hvammshreppi og tilheyrir þeirri jörð, og
Lambadalur, sem liggur vestur í fjallið frá Sælingsdal í
Hvammshreppi og tilheyrir þeirri jörð.
Nokkrir smærri dalir skerast inn í Klofningsfjallið,
einkum að vestan og norðan í það. En ekki er talið, að
drög þeirra liggi nálægt því svo langt inn í fjallið, að
þau nái nálægt Skeggöxl. Þess vegna eru þeir ekki taldir
hjer með.
Húsaskipun í Hvammi um 1870, sem hjelt sjer að
mestu til 1894.
Túnið í Hvammi liggur frá norðri til suðurs. Bæjar-
húsin stóðu um miðbik túnsins, en þó talsvert austar
(nær hlíðinni) en á miðri breidd þess, niður-undan hól
þeim, sem Þinghóll heitir og er ofanvert við túngarð-
inn. Bæjarhúsin, ásamt þrem skemmum og þinghúsi,
stóðu í einni þyrpingu frá norðri til suðurs með-fram
fjallshlíðinni. Skemmurnar, ásamt Þinghúsinu, snjeru
stöfnunum fram (vestur) á hlaðið. Aftur snjeru stafnar
bæjarhúsanna frá norðri til suðurs. Syðri stafn baðstof-