Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
an ég dvaldi þarna leiddi ég oft hugann að því, að gam-
an væri að eiga einhversstaðar afdrep þar um slóðir, svo
hægt væri að njóta alls hins besta, sem sveitin hefur upp
á að bjóða. Dag nokkurn ræddi ég við Davíð Þorsteins-
son, bónda og hreppsstjóra á Arnbjargarlæk um það,
hvort hann gæti selt mér jörð. Hann svaraði því til, að
ég gæti fengið keypta jörðina Lækjarkot í Þverárhlíð.
Hafði þessi jörð þá verið í eyði í nokkur ár. Eftir að ég
var búinn að skoða jörðina skrifaði ég Guðbirni og
sagði honum að ég væri búin að festa kaup á jörðinni
Lækjarkoti í Þverárhlíð. Væri að sjálfsögðu búin að
skoða býlið og teldi ég að alla vega væri hægt að vera
þar, a.m.k. að sumri til. Væri hann mótfallinn þessu
spori mínu væri þetta að sjálfsögðu úr sögunni. Guð-
björn skrifaði mér um hæl og sagðist ætla að koma upp-
eftir, sem hann gerði. Honum fannst umhverfið mjög
fallegt, en jörðin í heild í mikilli niðurníðslu. Við ákváð-
um svo að kaupa jörðina.“ . . .„I hjarta sínu þráði hann
sveitina og var vissulega feginn að losna af mölinni.“
Og eyðibýlið breyttist á fáum árum í góðbýli, sem
nefnt var Lindarhvoll. Býlið varð ekkert sumarsel, nei,
brátt komu góðir gripir, smátt og smátp Skrefið var
stigið til fulls. Þarna orkti Guðbjörn ljóð moldar og
gróðurs — stórbrotið ljóð í takt við breytta tíma.
Meðan byggingaframkvæmdir stóðu sem hæst var
það einn dag, að hópur vaskra drengja úr röðum
Breiðfirðingafélagsins kom upp að Lindarhvoli og rétti
hjálparhönd. Mun það hafa yljað Guðbirni um hjarta-
rætur. Sjálfur hafði hann ásamt góðum sveitungum
unnið marga stundina í sjálfboðavinnu heima í Saurbæ,
t.d. þegar ungmennafélagarnir stóðu í ræktunarvinnu á
Hvítadalseyrum. Um landnám þeirra hjóna mætti rita
langt mál, en víst er um það, að á Lindarhvoli var af
öldruðum manni unnið merkilegt starf. Það var þáttur
í þeirri nýju landnámssögu, þar sem mest hefur verið
lagt af gulli í lófa framtíðarinnar.