Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 14

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 14
12 BREIÐFIRÐINGUR Þá má geta þess að eyjamenn höfðu oft betri aðstöðu til að birgja sig upp af matvöru úr kaupstað en aðrir, og til var að sumir notuðu þá aðstöðu til viðskipta og auðsöfnunar. Þannig höfðu eyjabændur ýmsa vöru til innleggs fram yfir landbændur, eins og dún, fiður, lýsi, selskinn, fiskafurðir o.fl, sem þeir gátu keypt kaupstað- arvarning fyrir og skipakosturinn var fyrir hendi til aðdrátta. Þeir urðu því oft mjög vel aflögufærir, bæði af eigin framleiðslu og aðfenginni vöru. Þeir, sem verri. aðstöðu höfðu til innkaupa og birgðasöfnunar leituðu svo þangað, þegar þörfin bauð og urðu þannig mikil viðskipti milb landbænda og eyjamanna, sem þeir síð- arnefndu hafa sjálfsagt hagnast vel á stundum. Það, sem nefnt hefur verið og sjálfsagt margt fleira stuðlaði að því að búseta í eyjunum var eftirsótt, og stundum hafa sjálfsagt fleiri viljað komast á garðann en pláss var fyrir. Þannig munu vera til heimildir fyrir því að eyjamenn hafi orðið að grípa til þess óyndisúrræðis að flytja bjarg- arlaust fólk af höndum sér, sem þá hefur væntanlega hópast þangað á flótta undan hungurvofunni. Þekktara dæmi er þó hitt, þegar Eggert í Hergilsey bjargaði fjölda fólks frá horfelli í Móðuharðindum í Oddbjarn- arskeri. Enginn skyldi halda að lífsbjörg og velmegun hafi gengið eyjamönnum fyrirhafnarlaust í greipar. Þar gilti að fullu lögmálið að duga eða drepast. Ævikjör flestra, jafnt kvenna sem karla voru mörkuð striti, vosi og oft beinni lífshættu, frá vöggu til grafar. Slys urðu mörg, og þó kannske furðu fá þar sem sækja þurfti björgina í greipar mislyndra náttúruafla, á litlum, opnum og vél- arlausum fleytum, En eins og víðar, þar sem harðfylgi býður upp á ríku- leg erfiðislaun, fylgdi menningarleg reisn í kjölfar harðrar lífsbaráttu. Þess vegna var það að Flatey varð á sínum tíma - auk þess að vera velmegandi útgerðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.