Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 84
82
BREIÐFIRÐINGUR
vestu/ á Svínadal, rétt eins og hann sjálfur gerði í
Hvolsseli.
Já, hér var yndislegt að dvelja. Húsfreyjan, hún Olöf
Loftsdóttir var víst af ætt Saura-Gísla en það hafði verið
skrýtinn karl og fjölbrögðóttur. Olöf var greind kona,
en glettin var hún og stundum tvíræð í svörum. En hún
hafði hlýtt hjarta eins og húsbóndinn.
Systurnar fjórar, Jófríður, Sigríður, Hólmfríður og
Jóna voru eins og systur hans þegar sest var og lesið í
baðstofunni á kvöldin. Sú yngsta, hún Jóna, náði þó
lengst að hjarta hans með ljóðum sínum. — Yndislegar
minningar frá þeim kvöldum. - Svo kom hinn kaldi
gestur, hvíti dauðinn og Sigríður og Jóna urðu að fylgja
þeim voðagesti á braut. Þá missti dalurinn sínar ljúfustu
rósir.
Hann gekk strax í ungmennafélagið Auður djúp-
úðga. Þá blasti ný veröld við ungum manni. Allir urðu
að gera eitthvað. Hvað gat hann gert? Hann velti
þessari spurningu lengi fyrir sér. Fregnir bárust frá ýms-
um byggðarlögum um afrek og heitstrengingar. Hann
kom auga á stórt verkefni. Hvers vegna ekki að endur-
vekja forna frægð þessa dals, og byggja sundlaug að
Laugum? Þegar farið var að lengja dag veturinn 1910—
1911 bar hann upp tillögu á ungmennafélagsfundi í
Hvammi um byggingu steyptrar sundlaugar að
Laugum. Tillögunni var misjafnlega tekið, hún þótti ný-
stárleg og djörf. Honum til sárrar gremju fannst nokkr-
um mönnum slík hugmynd óframkvæmanleg. - Það var
vissulega erfitt að botna suma vísnaparta þeirra Gerðis-
mæðgna. En nú, þegar hans dýrasta ljóð var flutt, ljóð,
sem átti að sameina dáðríka hugsun og athöfn, þá fund-
ust menn, sem ekki vildu flytja það, þá fundust menn,
sem urðu hræddir. Samt átti tíminn eftir að leiða fólk
fram á sviðið, sem flutti þetta ljóð ásamt fátæka vinnu-
manninum í Gerði inn í veruleikann.