Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
og að austan af garðlagi, sem er á millum Neðri- og
Efri-Traðanna, sem líka voru kallaðar Kringlótta-Tröðin
(19). Takmarkast hún að sunnan af garðlagi á millum
hennar og Kirkjuvallar, að vestan af öðru garðlagi á
millum Neðri- og Efri-Traðanna, en að austan af
reiðgötunni, sem er eftir túninu.
Sem fyr er getið, eru tvær háar fjallshlíðar austan
túnsins í Elvammi, sem Bæjarlækurinn greinir í sundur.
Norðari hlíðin heitir Bæjarkollur (20), en sú syðri
Bæjarhlíð (21). Fyrir norðan Bæjarlækinn, rjett við tún-
ið, er hóll, sem heitir Þinghóll (22). Ofanvert við Þinghól
beygir Bæjarlækurinn til suðurs. Skammt fyrir neðan
Þinghól (22), austan Bæjarlækjarins (8), er brekka.
Undan þessari brekku kemur silfurtær vatnslind, sem
rennur í Bæjarlækinn. Lindin heitir Prestalind (23). í
þessa vatnslind var vanalega sótt vatn til drykkjar með
mat, enda var vatnið úr þessari lind mjög kalt, svalandi
og hressandi. Sjera Þorleifur prófastur ljet vanalega
sækja sjer vatn í þessa lind; vildi ekki drekka annað
vatn. A þeim tíma var neyzluvatn sótt að mestu í Bæjar-
lækinn. Þá er sjera Steinn Steinsen var prestur í
Hvammi, leiddi hann vatnið úr Prestalindinni í trje-
stokk að gafli fjóssins, sem hann færði upp-með hey-
hlöðuveggnum, svo sem áður er getið. Við fjósgaflinn
var grafinn lítill brunnur, sem vatnið úr lindinni rann
í. Byggði hann þar hús yfir. Setti svo trjestokk í gegnum
ljósgaflinn, með trjeskál við ytri enda hans. Vatninu var
svo ausið í skálina, og rann þar svo í gegnum fjós-
gaflinn í vatnsílát, sem stóð í fjósinu við gaflinn. Þessi
uppfinning var mjög dáð fyrir það, hve hún sparaði
mikla vinnu og erfiði, því að all-víða var langt og erfitt
að vatnsbóli; fennti og að þeim á vetrum og varð þá að
þeim margs konar erfiðisauki á heimilunum. Uppi
undir fjallsbrún, sunnan Bæjarlækjarins, er lægð, sem
heitir Bæjardalur (24). Sumarið f886 var mikið gras-
leysis- og óþurkasumar; var þá heyjað uppi á Bæjarkoll-