Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 158
156
BREIÐFIRÐINGUR
2 e Þórunn Arngrímsdóttir átti Stefán Haraldsson, f.
26. sept. 1842, bónda um skeið í Hvolsseli á Svína-
dal. Þau barnlaus.
1 B Bjarni Magnússon drukknaði um þrítugt af báti
Eggerts Jónssonar bónda í Bæ á Rauðasandi, 13.
maí 1822. Þeir reru frá Brunnum, skammt norðan
við Bjargtanga og fórust í lendingu.
1 C Ingibjörg Magnúsdóttir, d. óg. og bl.
1 D María Magnúsdóttir, f. 2. júlí 1793, átti Árna Sig-
urðsson, f. 28. júní 1789, d. 2. febrúar 1856,
bónda í Magnússkógum og á Laugum. Þeirra
börn:
2 a Helgi fróði Árnason, óg. og bl.
2 b Bjarni Árnason átti Málfríði Jónsdóttur frá Stað-
arbakka í Helgafellssveit. Bl.
2 c Jón Árnason, Sælingsdalstungu, átti Guðbjörgu
Jónsdóttur frá Berserkjahrauni. Þau bl.
2 d Guðbjörg Árnadóttir dó óg. og bl. (Þau systkinin
Bjarni og Guðbjörg voru bæði nokkuð hagmælt,
einnig Helgi fróði. Guðbjörg gaf út Nokkur ljóð-
mæli árið 1879. Mun það vera annað eða þriðja
ljóðakverið sem komið hefur út eftir konu á ís-
landi. Bjarni gaf einnig út smákver, er hann
nefndi Gaman og alvöru 1882. Af kveðskap efdr
Helga fróða bróður þeirra hefur lítið varðveist.)
1 E Jón Magnússon, f. 16. okt. 1795, d. 26. ágúst 1863.
Bóndi í Sælingsdalstungu 1826-1844 og í Ásgarði
1844—1856. Fyrri kona Jóns var Ingibjörg Bjarna-
dóttir frá Ásgarði. Þeirra börn: Jónas, Jens,
Bjarni, Jón, Kristín, Guðrún.