Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 119
BREIÐFIRÐINGUR
117
skinið skært og fagurt um Hofakurslðnd, svo sem aðra
bjarta sumarmorgna. Kista Gullbrár var þá bundin ofan
á hest. Sagði svo Gullbrá fyrir, að halda skyldi inn í
Skeggjadal. Líkur eru til, að Skeggi hafi haft einhvern
grun um fyrirætlan Gullbrár, eða hvað til stæði. Um
sama bil eða rjett áður en Gullbrá og föruneyti hennar
lagði af stað frá Hofakri, brá Skeggi sjer yfir Hvammsá,
lagði kross í gil, sem er skammt fyrir innan Hofakur,
vestan Skeggjadals, á þeim stað, sem venja var að fara
yfir gilið. Þá er Gullbrá, ásamt fylgdarliði sínu, kom
með kistuna að gilinu þar sem krossinn var lagður,
hnaut hesturinn, sem kistuna bar, svo að kistan hrökk
af honum ofan í gilið. Við fall kistunnar brotnaði úr
öðrum gafli hennar kengur, sem fest var með stórum
málmhring í kistugaflinn. Varð Gullbrá þá það á, að
kippa slæðunum frá augum sjer, og í sama bili leit hún
yfir að Hvammi og bað Skeggja mikilla bölbæna, fyrir
að láta krossinn í gilið, sem hún ályktaði, að hann hefði
gjört, en enginn annar, og að af honum stæði allt þetta
óhapp og óhamingja, sem hún varð þarna fyrir. I þess-
um svifum ærðist Gullbrá af heift og hatri til Skeggja
og varð alblind á báðum augum af ofbirtu, sem lagði
í þau frá Hvammi. Af þessum atburði fjekk gilið nafnið
Krossgil, og það nafn hefir það borið síðan. Eftir þessar
hörmungar hjelt Gullbrá áfram, og lið hennar, með
kistuna inn Skeggjadal, þar til er komið var að gili því,
sem nú er kallað Gullbrárgil (sjá 61), sem er innst við
Fossabrekkur (78). Þar sem gilið kemur í Hvammsá, er
allstór foss, sem bæði áin og gilið mynda. Sagði Gullbrá
þá svo fyrir, að kistan skyldi látin síga niður í fossinn.
Að því loknu steypti hún sjer á höfuðið niður í fossinn,
á eftir kistunni. Síðan er þessi foss kallaður Gullbrárfoss
(62). Sagnir eru um, að Skeggi bóndi í Hvammi hafi
haft glöggvar gætur á þessu ferðalagi Gullbrár, töfinni
við Krossgil, og ferð hennar inn dalinn. Þá er Gullbrá
og lið hennar var komið nokkuð innar í dalinn, í hvarf,