Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 34

Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 34
32 BREIÐFIRÐINGUR Ég vann öll algeng landbúnaðarstörf fyrst í stað. Svo var ég alls 9 vertíðir við fiskveiðar, bæði á Winne- pegvatni og við Manitobavatn. — Annars var oft erfitt um vinnu. Einu sinni freistaðist ég til að fara að leita að gulli, verða gullleitarrnaður. Það var við Frazer-ána í British Columbia. Ég fór til Ragnhildar móðursystur minnar, sem bjó í Vancouver. Ég var óheppinn í gullleitinni. Kom of seint að ánni, því hún var nýbyrjuð að vaxa þegar ég kom þangað. Þar var ekkert að hafa og þá átti maður ansi lítið af skotsilfri. Þó bjargaðist þetta allt saman, þótt ekkert væri gull í lófum. Ég fékk vinnu við byggingu hafskipabryggju í Vancouver. Þar vann ég í 3 mánuði. Um þetta leyti voru mörg hundruð eða þús- undir manna atvinnulaus. — Ég var líka við skógarhögg í Manitoba. Annars reyndi ég alltaf á þessum árum að eiga athvarf hjá sjálfum mér — standa á eigin fótum. Einu sinni keypti ég ásamt Victor syni Þórdísar frænku minnar — heimilisréttarland. En við seldum það fljótlega aftur. Við skrifuðumst lengi á við Victor eftir að ég kom heim. Svo skeði það, að liann hvarf í Vancouver. Hann fannst aldrei. Komstu ekki í kynni við indiána eða kúreka vestur þar? Jú, jú, það var vestur við Klettafjöll að ég vann sem kúreki seinni part sumars. Við vorum nokkrir saman. Hver maður hafði 2 hesta. Hestarnir voru þó flestir al- veg ótamdir. Oftast urðum við að snara þá. - Vigfús Guðmundsson, veitingamaðurinn alkunni á Hreðavatni, var þá á svipuðum slóðum, aðeins sunnar. Vissi samt hvorugur af öðrum. — Löngu seinna, þegar fundum okkar bar saman hér heima á Fróni, rifjuðum við upp minningar okkar, báðum til óblandinnar gleði. Indíán- um kynntist ég mjög vel og eingöngu að góðu. Hefðir þú getað hugsað þér að setjast að vestra?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.