Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 34
32
BREIÐFIRÐINGUR
Ég vann öll algeng landbúnaðarstörf fyrst í stað. Svo
var ég alls 9 vertíðir við fiskveiðar, bæði á Winne-
pegvatni og við Manitobavatn. — Annars var oft erfitt
um vinnu.
Einu sinni freistaðist ég til að fara að leita að gulli,
verða gullleitarrnaður. Það var við Frazer-ána í British
Columbia. Ég fór til Ragnhildar móðursystur minnar,
sem bjó í Vancouver. Ég var óheppinn í gullleitinni.
Kom of seint að ánni, því hún var nýbyrjuð að vaxa
þegar ég kom þangað. Þar var ekkert að hafa og þá átti
maður ansi lítið af skotsilfri. Þó bjargaðist þetta allt
saman, þótt ekkert væri gull í lófum. Ég fékk vinnu við
byggingu hafskipabryggju í Vancouver. Þar vann ég í 3
mánuði. Um þetta leyti voru mörg hundruð eða þús-
undir manna atvinnulaus. — Ég var líka við skógarhögg
í Manitoba. Annars reyndi ég alltaf á þessum árum að
eiga athvarf hjá sjálfum mér — standa á eigin fótum.
Einu sinni keypti ég ásamt Victor syni Þórdísar frænku
minnar — heimilisréttarland. En við seldum það fljótlega
aftur. Við skrifuðumst lengi á við Victor eftir að ég
kom heim. Svo skeði það, að liann hvarf í Vancouver.
Hann fannst aldrei.
Komstu ekki í kynni við indiána eða kúreka vestur þar?
Jú, jú, það var vestur við Klettafjöll að ég vann sem
kúreki seinni part sumars. Við vorum nokkrir saman.
Hver maður hafði 2 hesta. Hestarnir voru þó flestir al-
veg ótamdir. Oftast urðum við að snara þá. - Vigfús
Guðmundsson, veitingamaðurinn alkunni á Hreðavatni,
var þá á svipuðum slóðum, aðeins sunnar. Vissi samt
hvorugur af öðrum. — Löngu seinna, þegar fundum
okkar bar saman hér heima á Fróni, rifjuðum við upp
minningar okkar, báðum til óblandinnar gleði. Indíán-
um kynntist ég mjög vel og eingöngu að góðu.
Hefðir þú getað hugsað þér að setjast að vestra?