Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 96
94
BREIÐFIRÐINGUR
Lýsing á landslagi Hvamms
Bærinn Hvammur stendur að austanverðu í dal þeim,
er Skeggjadalur heitir, undir hárri og brattri fjallshlíð.
Skeggjadalur liggur fyrir norðurhorni Hvammsfjarðar,
og liggur í norðvestur. I dalnum eru þrjú býli: Hvamm-
ur, Skerðingsstaðir og Hofakur. Fyr á tímum var fjórða
býlið í dalnum, sem hjet Litli-Hvammur, - eða Hvamms-
kot; mun það vanalega hafa verið nefnt svo. Litli-
Hvammur stóð talsvert lengra inni í dalnum, undir fjalli
því, er Mannsfjall heitir. Mun þetta býli hafa lagzt í eyði
snemma á 17. öld. Eftir að Litli-Hvammur lagðist í eyði,
voru bæjartóftirnar notaðar fyrir stekk og fjárrjett frá
Hvammi, þar til vorið 1884, að byggður var nýr stekkur
(fjárrjett) skammt frá Þverá, fyrir vestan og sunnan holt
það, sem Gangholt heitir. Hefir ijárrjettin verið þar síð-
an. Þar var fært frá kvíánum, á meðan sá siður tíðkað-
ist, og þar er aðskilið sauðlje vor og haust, þá er dalir-
nir eru smalaðir til rúningar. Nokkurt tún hefir verið
í Litla-Hvammi, allt þýft, mýrlent, girt að mestu með
torfgarði. Fyrir túngirðingu sást vel, þá er jeg man fyrst
eftir.
I mynni Skeggjadals að austanverðu eru Skerðings-
staðir, en að vestan undir hlíðinni Hofakur. Báðar þess-
ar jarðir voru kirkjujarðir frá Hvammi, og voru fremur
landlitlar. Skerðingsstaðir voru seldir ábúanda jarðar-
innar á árunum 1910-1912, samkvæmt kirkjujarðasölu-
lögunum, en Hofakur hefir ekki verið seldur, og er
kirkjujörð sem fyr. A meðan fráfærur tíðkuðust, voru
vanalega notaðir frá þessum bæjum sumarhagar í
Hvammslandi, sem bæði er stórt og mikið. Eftir þessa
sumarhaga var venja að greiða prestinum í Hvammi
eina vætt frá Hofakri og frá Skerðingsstöðum hálfa vætt
(tuttugu fiska). Hofakursbóndinn mátti nota allan
Skeggjadal vestan Hvammsár inn í Náttmálahæðir fyr-
ir þetta gjald, þó að eins og fyrir búsmala sinn frá frá-
færum til rjetta. Skerðingsstaðabóndinn mátti nota Koll-