Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
kornvörum og öðrum munum. Auk þess var klukkna-
port, og var það afþiljað frá aðalloftinu. Snærisstrengir,
sem festir voru við þverás klukkuásanna, gengu í gegn-
um rifur á loftinu; var tekið í þá, er hringja átti kirkju-
klukkunum. Klukknastrengirnir voru svo bundnir upp
með hnút og lykkju. Kór og framkirkja voru aðskilin
með útskornu þili, mjög haganlega og vel gjörðu, og
var það málað með bláum og rauðum lit. Kirkjan var
fremur lítil, og miklu minni en sú kirkja, sem nú er í
Hvammi, enda var þá önnur kirkja í Asgarði, sem rifin
var 1883, þá er Hvammskirkja var endurbyggð. Auk
þess var áður fyr þriðja kirkjan í Sælingsdalstungu,
sem lögð var niður þá fyrir löngu. Kirkjan í Hvammi
var endurbyggð árið 1883—1884 og vígð það vor á
páskadaginn. Kirkjan var þá færð úr kirkjugarðinum
austur á túnið, skammt fyrir norðan þar sem þinghúsið
stóð. Allt efni til kirkjubyggingarinnar sóttu sóknar-
menn til Stykkishólms, og fluttu á opnu skipi, sem „Oð-
inn“ hjet; var það stór og mikill tíræðingur, sem lán-
aður var frá Dagverðarnesi. Flutningar til kirkjubygg-
ingarinnar voru mjög erfiðir og kostnaðarsamir fyrir
sóknarmenn. Sú vegalengd mun vera fullar 6 vikur sjá-
var. Er það mjög vandfarin leið vegna strauma og auk
þess er mjög vindasamt á Hvammsfirði. 12 árum síðar
var Hvammsfjörður mældur upp. Með því opnaðist
siglingaleið inn á Hvammsfjörð, sem varð til mikils
hagnaðar og hægðarauka fyrir Dalasýslu, einkum
suðurhluta hennar, vegna allra aðflutninga með mörgu
fleiru.
Utaf kirkjusmíðinu varð mál á millum kirkjusmiðsins,
Guðmundar Jakobssonar, byggingameistara, og sjera
Jóns Guttormssonar í Hjarðarholti, sem þau árin var
sóknarprestur í Hvammi og prófastur í Dalaprófasts-
dæmi. Málið mun hafa verið byggt á talsverðum mis-
skilningi, enda vann Guðmundur að mestu málið fyrir
Landsyfirrjetti. Kirkjugarðurinn í Hvammi stendur á