Breiðfirðingur - 01.04.1983, Blaðsíða 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
Þeir Sölvi héldu brott á skipi sínu, en Magnús lá
marga daga í rúminu. Notaði hann stundirnar til þess
að blaða í Jónsbók og huga að því, hvaða lagagreinar
væru þar um klæðasnið, sem alþýðu væri heimilt. Þegar
hann hafði áttað sig á ákvæðum lögbókarinnar, kærði
hann Guðbrand fyrir sýslumanni og krafðist þess, að
hann greiddi tíu til tólf dala sekt í sveitarsjóð
Nauteyrarhrepps og bætti sér skaða og vanvirðu með
tuttugu dölum. Sæmdar sinnar vegna og siðsemi and-
stæðings síns kvaðst hann ekki geta látið málið falla
niður. En einhvern veginn gufaði þetta mál þó upp, og
sennilegt, að þeir Magnús og Guðbrandur hafi jafnað
sakir sínar í kyrrþey fyrir atbeina meðalgöngumanna.
Eftir þetta bregður Guðbrandi aðeins tvisvar fyrir í
þeim gögnum, sem mér eru kunnug, í bæði skiptin í
árslok 1861. Þá hefur hann sýnilega verið orðinn starfs-
maður í Clausensbúð á Isafirði. I fyrra tilvikinu er að-
eins sagt frá því, að Guðbrandur færði viðskiptamanni
heim vörur. Síðari atburðurinn gerðist á gamlárskvöld.
Hann er að sönnu ekki sérlega merkur, en bregður þó
ljósi yfir líf og hætti í íslenzkum kaupstað upp úr miðri
nítjándu öld.
Það var ærið að starfa í búðunum þetta kvöld við að
skenkja brennivín og brynna þeim, sem þangað
reikuðu, og það leynir sér ekki, að margir hafa verið
ölvaðir. Kona ein var á Isafirði, er kölluð var Imba
mæða og virðist hafa verið nokkuð typpilsinna og bit-
bein margra. Hún hét annars Ingibjörg Guðmundsdótt-
ir, og hafði meðal annars með höndum hreingerningar
í búðum. Nú bar svo til, að félagarnir, Sölvi og Guð-
brandur, hittu þetta kvöld lítilsigldan pilt, sem langaði
mjög í brennivín og vildi flest til þess vinna að geta
drukkið sig fullan. Buðust þeir til þess að gefa honum
sinn ríkisdalinn hvor, ef hann gerði Imbu mæðu þann
grikk, sem þeir tilgreindu. Pilturinn hélt, að það væri
létt verk og löðurmannlegt og var óðar reiðubúinn til