Breiðfirðingur - 01.04.1983, Side 14
12
BREIÐFIRÐINGUR
Þá má geta þess að eyjamenn höfðu oft betri aðstöðu
til að birgja sig upp af matvöru úr kaupstað en aðrir,
og til var að sumir notuðu þá aðstöðu til viðskipta og
auðsöfnunar. Þannig höfðu eyjabændur ýmsa vöru til
innleggs fram yfir landbændur, eins og dún, fiður, lýsi,
selskinn, fiskafurðir o.fl, sem þeir gátu keypt kaupstað-
arvarning fyrir og skipakosturinn var fyrir hendi til
aðdrátta. Þeir urðu því oft mjög vel aflögufærir, bæði
af eigin framleiðslu og aðfenginni vöru. Þeir, sem verri.
aðstöðu höfðu til innkaupa og birgðasöfnunar leituðu
svo þangað, þegar þörfin bauð og urðu þannig mikil
viðskipti milb landbænda og eyjamanna, sem þeir síð-
arnefndu hafa sjálfsagt hagnast vel á stundum.
Það, sem nefnt hefur verið og sjálfsagt margt fleira
stuðlaði að því að búseta í eyjunum var eftirsótt, og
stundum hafa sjálfsagt fleiri viljað komast á garðann en
pláss var fyrir.
Þannig munu vera til heimildir fyrir því að eyjamenn
hafi orðið að grípa til þess óyndisúrræðis að flytja bjarg-
arlaust fólk af höndum sér, sem þá hefur væntanlega
hópast þangað á flótta undan hungurvofunni. Þekktara
dæmi er þó hitt, þegar Eggert í Hergilsey bjargaði
fjölda fólks frá horfelli í Móðuharðindum í Oddbjarn-
arskeri.
Enginn skyldi halda að lífsbjörg og velmegun hafi
gengið eyjamönnum fyrirhafnarlaust í greipar. Þar gilti
að fullu lögmálið að duga eða drepast. Ævikjör flestra,
jafnt kvenna sem karla voru mörkuð striti, vosi og oft
beinni lífshættu, frá vöggu til grafar. Slys urðu mörg,
og þó kannske furðu fá þar sem sækja þurfti björgina
í greipar mislyndra náttúruafla, á litlum, opnum og vél-
arlausum fleytum,
En eins og víðar, þar sem harðfylgi býður upp á ríku-
leg erfiðislaun, fylgdi menningarleg reisn í kjölfar
harðrar lífsbaráttu. Þess vegna var það að Flatey varð
á sínum tíma - auk þess að vera velmegandi útgerðar-