Breiðfirðingur - 01.04.1983, Page 22
20
BREIÐFIRÐINGUR
söfnun gamalla muna hér í sýslu og gang safnmálanna
fram á þennan dag.
Á árunum 1965 til 1967 var ég barnakennari á
Reykjum í Hrútafirði, og á þeim tíma voru þar öðru
hvoru menn frá Þjóðminjasafninu að undirbúa opnun
byggðasafns þar á staðnum. Tók ég að mér ígripavinnu
að setja upp gamla baðstofu og stofu inni í safnhúsinu.
Og þarna fékk ég fyrst ábuga á söfnum og varðveislu
gamalla muna.
Svo var það á úthallandi vetri 1968, að mér kemur
skyndilega í bug einn morgun í svefnrofunum, að það
ætti nú að koma upp byggðasafni í Dalasýslu. Eg var þá
við barnakennslu í Strandasýslu og hafði ekki minnst á
þetta við nokkurn mann heima í béraði. Nú rifjaðist
það upp fyrir mér, að einn Dalamaður, Magnús Rögn-
valdsson vegaverkstjóri, hafði lengi baft huga á söfnun
gamalla muna og hirt upp af götu sinni eitt og annað
gamalt. Nú settist ég niður og skrifaði Magnúsi Rögn-
valdssyni bréf, þar sem ég vakti máls á þessu nýja
áhugamáli mínu og mæltist til þess að liann kæmi á
framfæri á næsta sýslufundi því tilboði mínu, að ég færi
um sýsluna á komandi sumri og safnaði til byggðasafns.
Bauðst ég til að vinna þetta í sjálfboðavinnu.
Var samþykkt á sýslufundinum að beljast handa um
minjasöfnun. Og fór ég svo um sýsluna sumarið 1968
og safnaði. Erindi mínu var hvarvetna vel tekið og fólk
greiðugt að láta af hendi sína gömlu hluti, þó ekki væri
fyrir hendi húsnæði nema geymslupláss, sem sýslunefnd
tók á leigu í kjallara félagsheimilisins í Búðardal. Alla
minni hluti flutti ég jafnóðum í bíl mínum í geymsluna.
En vörubíl tók ég svo á leigu sumarið eftir til að safna
saman þeim stóru hlutum, sem ég hafði ekki komið í
bíl minn.
Einn daginn er ég var staddur í Búðardal að skila af
mér munum í geymsluna í félagsheimilinu, kom Magn-
ús Rögnvaldsson að máli við mig og bað mig að taka