Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 4
4
STJARNAN.
hinn endalansa geim bruna þeir áfram
í óendanlegum hringferðum og þeir eru
ætíð á réttum tíma. það munar aldrei
sekúndh á ferðum þéirra. Sá sami
Guð, semstjórnar himintunglunum
stjórnaj’ ejnnig mönnum og rás viðburð-
anna í þessum heimi. Memídátá mikið
yfir því, hvað þeir gjöri eða 'géti gjört,.
en ,(juð stjórnar, og að lokum verða
þeir að beygja sig fyrir vii ja lians. Öll
verk mannanna verða honum til veg-
semdar. Satan og hinir óguðlegu
halda að þeir hafi það eins og þeir vilja
—og þeir hafa—en öll þeirra vondu
verk munu að lokum verða Guði til
sóma og dýrðar.
Guð vissi þegar í upphafi að menn-
irnir á tuttugustu öldinni mundu verða
vantrúarfullir, svo hann hefir raðað því
öllu niður þannig að þeir gætu haft
nægilega sönnun fyrir sannleiksgildi
lians orða 1 samtali sínu við lærr
sveinana við hið minnisverða tækifsmi,
sem nefnt er í 24. kapitulanum í Matte-
usar guðspjalli, bendir frelsarinn á
Daníels bók—bókina, sem innsigluð var
um margar aldir, en sem nú er opnuð.
Hefir þú lesið hana nýlega? ITún er
undraverð bók,—djúp, víðtæk og skýr.
Yér könnum djúpið á mörgum stöðum,
en hið undraverðasta djúp hennar er
ókannað enn.
Haníels bók var skrifuð fyrir meir
en 2,500 árum—600 árum fyrir Krist.
Hún byrjar með orustunni kringum
Jerúsalemsborg. Nebúkadnesar kon-
ngur ';,ók borgina, og margir Gyðingar
voru sendir í herleiðingu til hinnar
fornu borgar, Babýlonar, sem liggur
við fljótið Bufrat.
Mannskynssagan sögð fyrirfram.
þremur árum seinna var mynd af
sögu heimsins s.ýnd Nehúkadnesar con-
ungi. það vai árið 603 f. Krist. Nú
höfum vér 1919 eftir Krist. Fyrir
2,522 árum skrifaði himnanna Guð, sem
þekkir alla hluti fyrir fram, sögu þessa
heims. Á þeim tíma var hún innsigl-
uð og var það alt til þess tíma þá endir- 1
inn nálgast; en þá mundi hún oþnast og
sýna oss hiria miklu elsku Guðs til íbúa
. # , $ V
þessa heims.
Nebúkadnesar var konungur yfir því
ríki hvers höfuðborg Babýlon var.
Hann var ungur. skarpskygn og greind-
ur maður, sem á þeim tíma var allra
manna voldugastur. Faðir hans hafði
einnig vmrið frægur leiðtogi. Allar þjóð
ir urðu að lúta Nebúkadnesar- Hann
var einvaldur, og montinn af sigurvinn-
ingum sínum. þegar hann horfði út
yfir hina miklu borg, sem var óviðjafn-
anleg að fegurð, og skoðaði mikilleik
síns ríkis, varð hann órólegur við að
hugsa um hvað um alt þetta mundi
verða eftir hans dag. Mundi fegurð
og skraut þessarar borgar líða undir *
lok? Mundi sonur hans verða koir
ungur í hans stað ? þessar spurningar
voru í huga hans þegar Guð eina nótt
gaf honum draum.
Nebúkadnesar tilbað skurðgoð, svo
Guð sýndi honum stórt líkneski—
feikna stóra myndastyttu af manni,
hvers höfuð var af gulli, brjóst og arm-
leggir af silfri, kviður og lendar af eiri,
leggir af járni, og fætur af járni og
leiri. Samt sem áður gleymdi kon-
ungurinn draumnum, svo hann kallaði
til sín stjörnuvitringa og vísindamenn
ríkisins til að spyrja þá þessu viðvíkj-
andi, því að honum fanst endilega að
það væri eitthvað í þessu, sem hann
þyrfti að vita. Hann krafðist þess að
þeir segðu honum bæði drauminn og
þýðingu lians. En þeir gátu hvorugt
sagt honum. þeir mintu hann á að
það var óvanalegt að heimta annað eins
og þetta.