Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 5
STJARNAN. 5 En skipunum varð að hlýða. pess; skipun útgekk frá konunginum, að ef ’þeir gætu ekki kunngjört honum drauininii og þýðingu hans, mundu þeir verða líflátnir og eignir þeirra eyði- lagðar. pessi hótun kom engu til veg- ar, svo úrskurðurinn var, að allir vís- indamenn ríkisins yrðu líflátnir. ; pað var leitað til Daníels og með- bræðra hans sem höfðu stundað náin á hinum kaldverska háskóla, til að lífláta þá ásamt hinum vitringunum. Daníel bað um tíma til að leggja þetta fram fyrir Drottinn. petta var honuin leyft. Og þegar liann og meðbræður hans leit- uðu Drottins í bæninni, var þessi leynd- ardómur opinberaður Daníel. pegar Daníel var leiddur inn fyrir konung spurði hann: “Treystir þú þér til, að segja mér þann draum, sem mig dreymdi, og þýðingu hans?” Dan- íel sagðist ekki geta það. “En,” sagði hann, “í himninum er sá Guð, sem op- inberar leynda liluti; hann hefir kunn- gjört konunginum Nebúkadnesar, hvað verða mun á þeim síðustu tímum. ” par næst kunngjörir haun konanginum drauminn: “pú sást, konungur, cg sjá frammi fyrir þér stóð mikið líkneski; þessi líli- neskja var liá, yfirtaks-ljómandi, og ógurleg álits. Höfuð iíkneskjunnar var af skíru gulli, brjóstinn og arm- leggirnir af silfri, kviðurinn og lend- arnar af eiri, leggirnir af járni, en þar sem fæturnir voru, var sumt af járni, sumt af leir. pú horfðir á hana, þar til steinn nokkur losnaði, án þess að nokkur við hann kæmi; hann lenti á fótum líneskjunnar, sem voru af járni fig leir, og braut þá í sundur. pá sund- ur muldist hvað með öðru, járnið, leir- inn, eirinn, silfrið, og gullið, og várð eins og sáðir á sumarláfa; vindurinn feykti því á burt, svo þess sá engan stað; en steinn sá er laust líkneskjuna, varð að stóru fjalli, og tók yfir al'la jörðina. ” Dan. 2: 31—35. Spádómurinn verður saga. par á eftir segir hann konunginum þýðinguna: “pú, Nebúkadnesar kon- ungur, ert gullhöfuðið. pig langaði til að vita hvort ríki þitt mundi standa pað mun ekki. Eftir þitt mun aniiað ríki hefjast, minna háttar en Babel. Brjóst- in af silfri tákna þetta ríki. Eirin táknar liið þriðja ríki, og leggirnir af járni tákna fjórða ríkið. En,” sagði Daníel, “þar er þú sást fæturna og tærnar, að sumt var af leirkera-mó, sumt af járni, þar mun ríkinu verða slíift; þó mun það nokkru í sér halda af hörku járnsins, þar sem þú sást járnið blandað saman við deiglumóinn. En þar er tærnar voru sums kostar af járni, og f.ums kostar af léir, þá mun það ríki að nokkru leyti verða öflugt, og að nokkru leyti veikt. Og þar er þú sást járnið blandað saman við deiglumóinn, þá munu þeir með kvonföngum sam- blandast, og þó ekki samþýðast hverir öðrum, eins og járnið samlagar sig ekki við leirin. 36—43 versin. Gleymið ekki að þetta var talað fyrir 2,522 árum. pað var alt spádómur þá. Núna, þar á móti er þetta alt saga. Himnanna Guð sagði, að það mundu verða fjögur veraldarríki. Sagan seg- ir oss að þau hafi komið. Hið mikla Babelsveldi er undir lok liðið. Persa- ríkið er kornið og horfið úr sögunni. Grikklandsríkið hvílir í dufti fornald- arinnar, og járnríkið Róm, er skift eins og Drottinn sagði að því mundi verða og því hefir verið skift í margar aldir. Athugið svo hin næstu vers: “En á dögurn þessara konunga mun Guð himnanna hefja eitt ríki, sem aldrei skal til grunna ganga, og það

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.