Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 11
STJARNAN. II =AndIeg samsteypa= i;irTi~ r ini r iitm ~ 11 —i r f n — n n — n n i— i— n — n r—i n ™ i m Á þessum seinustu tímuni höfum vér verið vottar að samsteypu margra trúflokka. )>essi samsteypu hugmynd er mjög svo víðtæk. Hún nær yfir allar hinar helstu mótmælenda kirkjur og rétta þær fúslega kaþólskunni hönd- ina. Forsprakkar þessarar hreyfingar lialda, að, þegar verk þeirra er full- komnað, það verði heiminum til frels- unar. þeir benda með ánægju á það, sem þegar er framkvæmt og þykjast vera vissir um að afleiðingarnar verða góðar. Vitaskuld, ef allár mótmælenda kirkjur gjöri samsteypu og sameinist þessi samsteypa kaþólsku kirkjunni, þá höfum vér vald svo sterkt sem dauð- legir menn geta stofnsett. Bn er það þar með sagt að þessi andlega sam- steypa í höndum fárra leiðtoga mundi verða heiminum til góðs? það var trúai bragðaofstopi sem var orsök í dauða allra lærisveina Krists, nema liins elskuverða Jóhannesar. pað var vegna þess að hið rómverska keis- aradæmi ekki vildi viðurkenna erlend trúarbrögð að fylgjendur Krists voru of sóttir á hinum fyrstu öldum tilveru þeirra. ).)að er ótvíræður vitnisburð- ur mannkynssögunnar, að hið dimm- asta tímabil heimsins var afleiðing hins rnikal valds kirkjunnar. Kirkjan var æðst og þó hrópuðu menn alstaðai til Guðs um frelsun frá valdi hennar. Á hvaða stað eða tíma í sögu þessa heims, sem hið andlega vald hefir verið í höndum fárra ófullkominna manna, þá hefir það verið kúgunar- og ofsókn- arvald. Og það er engin kúgun, sem getur jafnast við trúarhragða ofsóknir, sérstaklega þegar kirkjan leitar hjálp- ar yfirvaldanna. þegar vér hlustum á liina aðvarandi rödd mannkynssögunnar, ættum vér ekki að athuga þetta mál vel áður en vér fylgjum þeirri efnisskrá, sem mun tvítaka hryðjuverk miðaldanna! Lát- um oss lesa og íhuga eftirfylgjandi orð hins miklá postula:—- “Eg, bandingi vegna Drottins, á- minni yður þess vegna um, að þér hegðið yður eins og hæfir þéirri köllun, sém þér eruð kallaðir, með mesta lítil- læti, hógværð og umburðarlyndi, að þér umlíðið hver aunan í kærleika, og kappkostið að VarSveita eining’u and- ans í bandi friðarins. þér eruð einn líkami og eiiin andi, eins og þér einnig eruð kallalðir í einni von yðar köllun- ar; einn (er) Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllu, um alt og í öllu.” Ef. 4: 1-6. Vér erum í þessum orðum uppörfaðir til “að varðveita einingu andans,” en ekki andlega samsteypu. Hér er oss sagt að það sé “einn Drottinn, ein trú, ein skírn, einn Guð og faðir allra, ” en ekki sanisteypa af drotnum, eða sam- st.eypa af trúarbrögðum, heldur ekki samsteypá af guðum og feðrum. I þeirri bæn frelsarans, sem skrifuð er í 17. kapitulanum í Jóhannesar guð- spjallinu, lesum vér: “En eg bið ekki einungis fyrir þess- um, heldur og fyrir þeim, sem trúa munu á mig fyrír þeirra orð; svo að allir séu eitt, eins og þú, Faðir, ert í mér, og eg í þér, svo að þeir séu eitt í okkur, svo að heimurinn trúi, að þú hafir sent mig. ” Gefið gaum að orðum þessara alvar- legu bænar. Meistarinn biður ekki um

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.