Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 7
STJARNAN. 7 Mikil hœtta á ferðum Engin villukenning, sern fylgt er í hirmm kristna heimi gegu valdi Guðs er gagnstæðári heilbrigðri skynsemi né hættulegri í áhrifum sínum, en sú nýja benning, sem er óðum að útbreiðast, að Guðs lögmál sé ekki lengur bindandi fyrir menn. Hver þjóð á sín lög, sem heimta virðingu og lrlýðni; engin stjórn gæti verið til án þeirra; er þá hægt að ímynda sér að skapari himins og jarðar liafi engin lög til þess að stjórna þeim verum, sem hann hefir skapað?? það væri miklu meiri samkvæmni í því fyrir þjóðirnar að afnema alla sína löggjöf, og leyfa fólkinu að lifa og láta eins og það vill, en fyrir skapara himins og jarðar að afnenia lögmál sitt og láta heiminn án fyrirmyndar, veita honum ekkert til þess að dæma eftir hina seku og réttlæta hina hlýðnu. þegar mæli- kvarði réttlætisins er brott numin er opnaður vegur myrkrahöfðingjanum til þess að stofna sitt ríki á jörðinni. Afleiðing' óhlýðninnar. Hvar sem hinum guðlegu fyrirskip- unum er hafnað, hættir syndin að líta út sem synd og réítlætið að verða æski- legt. þeir sem neita að hlýðnast stjórn Guðs, cru með öllu óhæfir til að stjórna sjálfum sér. Með sínum hættulegu kenningum er andi óhlýðninnar gróð- ursettur í hjörtum barna og æskulýðs, sem eðlilega eru óþolinmóð þegar um það er að ræða að beygja sig undir stjórn; og löglaust, óstjórnlegt félags- líf leiðir af slíku. Um ieið og fjöld- inn hlær að trúgirni þeirra, sem hlýða fyrirskipunum Guðs, fylgir hann fús- lega boðum hins illa; fólkið lætur eftir fýsnum sínum og fremur þær syndir, sem heiðingjunum var hegnt fyrir. þeir sem koma fólki til að líta smáum augum á boðorð Guðs, sá óhlýðni, til þess að uppskeran verði óhlýðni. Sé því taumhaldi, sem hin guðlegu lög setja á menn, slept með öllu, þá verða mannleg lög einnig lítilsvirt innan skamms. Yegna þess að boðorð Guðs fyrirbjóða syndsamlegar athafnir, svo sem fjárdrátt, lýgi og svik, fótumtroða menn þau fúslega og skoða lögmál hans sem hindrun og fyrirstöðu veraldlegra gæða og hamingju; en af þessum guð- legu skipunum væri kastað fyrir borð, yrðu afleiðingarnai' alvarlegri en menn gjörðu sér grein fyrir. Ef lögin væru ekki bindandi, hvers vegna ættu menn þá að veigra sér við að brjóta þau? þá væri engin eign örugg lengur; þá tækju menn eignir náunga síns með ofbeldi, og- sá yrði auðugastur, sem sterkastur væri. Jafnvel líf mannanna væri ekki óhult. Hjónabandið liætti að vera heilagt vígi til þess að vernda heimilið. Sá sem kraftana hefði, gæti tekið konu náunga síns með valdi, ef honum svo sýndist; fimta boðorðið yrði fyrirlítið,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.