Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 24

Stjarnan - 01.03.1919, Blaðsíða 24
24 STJARNAN. “Yér byrjuðum starfið á Nýju Heb- ridunum í 1912. Séra C. II. Parker var sá fyrsti, sem fór þangað til að dvelja rneðal íiinna viltustu mannæta í heimin- um. Hann lenti á svolítilli eyju, sem heitir Atchin og liggur fyrir utan strönd Maiekula. Vinir mínir, eyjar- skeggjar eru mannætur. pessi bróðir og konan hans fóru á land þar og lifðu í húsi, sem var tíu fet á hvern kant. prisvar sinnum á hinum fyrstu 12 mán- uðum sem þau dvöldu meðal þessa fólks, varð hann að víggirða húsið til að frelsa lífið; þá hafði hann þá gleði að sjá þá snúa sér til Guðs. Hann var sá eini hvíti maður, sem nokkurn tíma hafði lifað meðal þeirra að undantekir ingu hinum óguðlegu verzl unarmönn- um, sem komu þangað til að selja þeim romm, byssúr og' kúlur, er gjörðu þá enn óttalegri en þeir voru í. sínu upp- haflega villumanns-ástandi. Hann lifði meðal þeirra kring um 18 mánuði og hafði svo mikil áhrif á þá, að þeir hættu að drekka romm og greiddu allir sem einn maður atkvæði með algjörðu vínbanni. petta voru áhrif fagnaðarerindisins; og frá þeim degi til þessa hafa þeir algjörlega neit- að öllum verzlunarmöjmum að skipa upp einn einasta dropa af víni á eyju þeirra. Aðrar mannætur. Sköínmu seinna fór séra Parkér til Malekula, sem er stór eyja skammt frá hinni fyrnefndu. Bnginn hvítur maður hafði nokkurn tíma þorað að fara til þessa fólks, en bróðir Parker gekk í Guðs nafni. Mann'æturnar ósk- uðu honum velkominn með því að taka Iiann upp á hina snarbröttu sjávar- strönd og- setja hann á klett. par næst byrjuðu þeir að þreifa á honum. peir fóru bæði utan og innan um ermarnar og þreifuðu á armleggjum hans. peir fóru með hendurnar inn í buxur hans og þreifuðu á lærunum. peir þreiíuðu á honum, vinir mínir, eins og slátrari þreifar á sauðkind til að finna hvort hún sé takandi. Meðan hann sat þar á klettinum, prédikaði hann Krist, frelsara heimsins, fyrir þeim, og vann tiltrú þeirra. pegar hann skrifaði mér um þessa reynslu sína, sagði hann: “Bróðir Watson, það er ágætt að vera ein af Faraós mögru kúm.” Hann er mjög grann- ur maður. Áður enn hann lagði af stað í þessa ferð skrifaði hann og sagði mér ekki að óttast hans vegna; því að hann væri ekki hugsjúkur. Hann var ekki órólegur yfir neinu nema því, að hug:a til þess, að þetta fólk lifði án Krists. pessi eru orð hans: “Eg veit bróðir Watson, að þú munt vera hneigður til að óttast mín vegna, en eg óttast ekki. Eg finn að nærvera hins ósýnilega styrkir mig á öllum mínum ferðum.” Og aftur skrifaði hann mér: “Vertu ekki áhyggjufullur út úr þessu. Einungis einn mun fara, og ef slys vill til þá fellur aðeins einn.” pað þýðir, vinir mínir, að hin unga kona hans, sem hingað til hafði fylgt honum, var orðin ein eftir hjá hinum heiðingjunum og hafði látið hann fara til að prédika fagnaðarerindið fyrir hinum viltustu allra mannæta, þar sem enginn hvítur maður hafði nokkurn tíma sett fót sinn á land. pegar Guð kallar á hetjur trúboðsins, mun hann setja kórónu á höfuð systur Parker. Haldið þér eldvi? Tár mannætunnar. Hann tók sótt og gat varla staðið upp. Yér sendum eftir honum og tók- um hann til Sidney, þar sem hann hvíldi sig’. Áður en hann fór heim-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.