Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 4

Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 4
Veður Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s, og léttir smám saman til í dag, en skýjað og stöku skúrir með S- og SV- ströndinni. sjá síðu 48 Átak fyrir eldvarnir Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hófst í Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærmorgun í samvinnu við Slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur fylgdust spenntir með slökkviliðsmanni slökkva þennan ógnvænlega eld sem á myndinni sést. Samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrr í mánuðinum býr fólk á aldrinum 25 til 34 ára við mun lakari eldvarnir en aðrir aldurshópar. Fréttablaðið/Eyþór GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Opið virka daga 11-18 Laugardag 11-16 Sunnudag 13-16 Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 grillbudin.is af öllum vörum www.grillbudin.is föstudag, laugardag og sunnudag Grill, jólaljós, svalahitarar útiljós, aukahlutir, reykofnar, yfirbreiðslur, garðhúsgögn, kjöthitamælar, ljós á grill, reykbox, varahlutir o.fl. o.fl. 30% afsláttur dómsmál Hjón á níræðisaldri hafa stefnt Kópavogsbæ og krefjast þess að bærinn kaupi af þeim svokall- aðan Oddfellowblett í landi Gunn- arshólma. Fram kemur í stefnu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns fyrir hönd hjónanna Eddu Gunnarsdóttur og Konráðs Adolphssonar í Reykjavík að þau hafi eignast Oddfellowblett- inn með afsali frá Miklabæ ehf. í september 2016. Landið afmarkist að norðanverðu af Suðurlandsvegi, að austan af Heiðmerkurvegi, að sunnan af lækjarfarvegi sem gangi út í Hólmsá og að vestan af Hólmsá. Félagið Miklibær – sem reyndar er í eigu Konráðs sjálfs – þáverandi eigandi Oddfellowblettsins, krafðist þess fyrir úrskurðarnefnd umhverf- is- og auðlindamála í maí 2016 að ákvörðun bæjarstjórnar Kópavogs- bæjar frá því í apríl sama ár um að synja um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir landið yrði ógilt. Óskað hafði verið eftir leyfi fyrir 400 fermetra íbúðarhúsi og 200 fermetra hesthúsi. Í október 2017 hafnaði úrskurðarnefndin því að ógilda synjun Kópavogsbæjar. Í byrjun apríl á þessu ári sendu hjónin Kópavogsbæ bréf og kröfð- ust þess með vísan í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar að bærinn keypti af þeim Oddfellowblettinn gegn greiðslu fulls verðs. Um er að ræða 4,6 hektara lands. Bréfinu var ekki svarað að því er segir í stefnu lögmanns hjónanna og ítrekuðu þau þá erindi sitt með bréfi 7. októ- ber síðastliðinn. „Forsvarsmenn stefnda [Kópa- vogsbæjar] hafa ekki sýnt stefn- endum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu,“ segir í stefnunni. Hjónunum sé því nauð- ugur sá kostur að höfða mál til að fá skorið úr um réttindi sín til að nýta land sitt með sama hætti og aðrir landeigendur. Í stefnunni segir að Kópavogsbær hafi brotið 72. grein stjórnarskrár- innar sem fjallar um friðhelgi eign- arréttar. „Við slíkar aðstæður verður skerðing eignarréttar að byggja á lögum og greiða þarf fyrir hana fullu verði,“ segir lögmaðurinn. Að auki er bærinn sagður hafa brotið 65. grein stjórnarskrárinnar með því að mismuna hjónunum og landeigendum í Gunnarshólma og Vatnsenda sem fengið hafi að bæta við mannvirkjum. Ekkert í aðal- skipulagi ætti að koma í veg fyrir að veita hjónunum umbeðið leyfi og ekki væri brotið gegn almannahags- munum með byggingunum. Stefna hjónanna var lögð fram til kynningar í bæjarráði Kópavogs í gær. Málið verður þingfest 28. nóv- ember fyrir Héraðsdómi Reykja- ness. gar@frettabladid.is Krefjast þess að bærinn kaupi Oddfellowblett Hjón krefjast þess að Kópavogsbær kaupi af þeim svokallaðan Oddfellowblett og greiði fyrir það „fullt verð“. Lögmaður hjónanna segir í stefnu að bærinn hafi brotið tvær greinar stjórnarskrárinnar á þeim og beri því skylda til að kaupa. Hestafólkið og hjónin Konráð adolphsson og Edda Gunnarsdóttir fengu ekki að byggja íbúðarhús og hesthús á Oddfellowblettnum. Fréttablaðið/StEFán Forsvarsmenn stefnda [Kópavogs- bæjar] hafa ekki sýnt stefn- endum [hjónunum] þá sjálfsögðu kurteisi að svara bréfi þessu. Úr stefnu eigenda Oddfellowblettsins. samfélagsmiðlar Margir kannast við að vera fullmikið á netinu. Til dæmis er hægt að verja óhemjutíma á Facebook og týna sér þannig. Ef maður opnar Facebook-appið í snjallsíma, smellir á stillingar efst í hægra horninu, flettir niður og velur Settings & Privacy og svo Your Time on Facebook má sjá hversu miklum tíma maður ver í appinu. Blaðamaður skoðaði sitt yfir- lit fyrir síðustu sjö daga og komst að því að hann var ekki nema um þrjár mínútur á dag á Facebook í símanum. Sú skoðun leiddi í ljós að tölfræðin nær eingöngu til appsins enda væri talan mun hærri ef tími á Facebook í tölvu væri tekinn með. Neðar í sömu valmynd má kveikja á áminningum þegar maður hefur verið lengur á Facebook en maður ætlaði sér og breyta stillingum um tilkynningar ef maður vill draga úr notkun. – þea Sjáðu hve mikið þú notar Facebook Facebook sýnir þér nú notkun þína. nOrdicpHOtOS/GEtty alÞiNgi Formenn Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins hafa lagt fram rökstudda dagskrártil- lögu þar sem lagt er til að 2. umræða um veiðigjöld verði tekin af dagskrá. Í rökstuðningnum segir að ekk- ert samráð hafi verið haft við þá sem starfi í greininni eða stjórnar- andstöðu. Þá ríki ógagnsæi um þær forsendur sem tillögurnar byggi á. Formennirnir leggja til að málinu verði vísað frá og gengið út frá því að gildandi lög verið framlengd. Til vara leggja formenn Samfylk- ingar, Pírata og Viðreisnar til eigin breytingartillögur við frumvarpið. Er þar meðal annars lagt til að afla- heimildum handhafa verði skipt upp í 20 jafna hluta sem verði tíma- bundnir. Sá fyrsti gildi í eitt ár, sá næsti í tvö og svo koll af kolli. Þeim fimm prósentum sem losna á hverju ári verði svo endurúthlutað til 20 ára frá og með 1. janúar 2020. – sar Vilja veiðigjöld af dagskrá þings 2 3 . N ó v e m b e r 2 0 1 8 f Ö s T u d a g u r2 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -E C 2 4 2 1 7 C -E A E 8 2 1 7 C -E 9 A C 2 1 7 C -E 8 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.