Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 8
fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Ég er ánægð með það hvað allir eru að taka ákveðið á málinu þótt þetta sé búið að vera mjög erfitt fyrir persónur og leikendur.“ Hún fagnar því sérstaklega að stjórn OR hafi ákveðið að hafa frumkvæði að því að vinna áfram með vinnustaðagreininguna sem Félagsvísindastofnun gerði. „Ég lagði mikla áherslu á það þegar farið var í þessa úttekt að það yrði ekki bara kannað hvort þessar uppsagnir hefðu verið réttmætar heldur yrði vinnustaðamenningin skoðuð líka. Þessi vinnustaðagreining sýnir að það er fullt af tækifærum til að gera betur. En það eru líka góðar niður- stöður um það að fólki líður ágæt- lega hjá Orkuveitunni.“ Eyþór telur að miðað við viðbrögð stjórnenda OR við skýrslunni þurfi eitthvað að breyta skipulaginu. „Þau líta kannski pínulítið á þetta sem ímyndarmál eins og þessu hefur verið stillt upp. Aðalmálið er það að kúltúrinn sé í lagi. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki og kemur okkur öllum við. Það er ýmislegt í rekstri þess sem hefur verið í fréttum síð- ustu tvö árin þannig að það er mikil- vægt að félagið nái sér vel á strik. Ég treysti því að stjórnin taki á þessum ábendingum sem hún hefur fengið núna.“ sighvatur@frettabladid.is Audi Q7 e-tron er umhverfismildur tengiltvinnbíll sem sameinar krafta dísilvélar og rafmagnsmótors með drægni allt að 56 km. (skv. NEDC). Verð frá 10.990.000 kr. Audi Q7 e-tron quattro Rafmagnaður Eigum nokkra Audi Q7 e-tron quattro hlaðna aukahlutum á einstöku tilboðsverði. Til afhendingar s trax! Dómsmál Landsréttur staðfesti á miðvikudag úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konu á áttræð- isaldri sem grunuð er um tilraun til manndráps. Konan er sökuð um að hafa aðfaranótt 10. nóvember síðast- liðins stungið tengdason sinn í bringuna með hníf í heimahúsi á Akranesi. Helgi Pétur Ottesen, rannsóknar- lögreglumaður á Akranesi, sagði í samtali við Fréttablaðið.is í gær að maðurinn hefði sloppið vel en þurft að gangast undir aðgerð um nóttina. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið útskrifaður af spítala. Konan hefur verið í haldi lögreglu frá því atvikið átti sér stað og er málið, sem fyrr segir, rannsakað sem tilraun til manndráps. Konan mun sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi fram í miðjan desember. – smj Öldruð kona stakk tengdason sinn í bringuna Dómsmál Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur kallað eftir því að óháð rannsókn fari fram á stjórnsýslu Seðlabanka Íslands (SÍ) í tengslum við málsmeðferðir, kærur og sáttir sem bankinn hefur átt þátt í vegna meintra brota á gjaldeyrislögum. Telur stjórn SUS sterkar vísbendingar uppi um að bankinn hafi misbeitt sér við rann- sókn mála er vörðuðu meint brot gegn gjaldeyrislögum og vísar þar væntanlega fyrst og fremst í mál Samherja sem fjallað hefur verið um að undanförnu. Vilja SUS-liðar þá einnig að „aug- ljóst“ samstarf SÍ og Ríkisútvarpsins verði rannsakað. „Þar sem upp- lýsingum var bersýnilega lekið til fjölmiðla til þess að auka hróður SÍ á kostnað þeirra sem voru undir rannsókn.“ Í orðsendingu stjórnar er þetta augljósa samstarf þó hvergi tíundað nánar. – smj Kalla eftir óháðri rannsókn SUS vill rannsaka Seðlabankann. Fréttablaðið/SigtryggUr ari ORKUVEITAN „Það sem liggur fyrir er að það þarf að fara dýpra í málin. Þessu máli er ekki lokið. Í skýrslunni var fyrst og fremst verið að horfa á tvær manneskjur en það er ljóst að það þarf að skoða heildarmyndina betur,“ segir Eyþór Arnalds, odd- viti Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjórn Reykjavíkur, um skýrslu innri endurskoðunar um málefni Orku- veitunnar. Skýrslan var kynnt á fundi borgarráðs í gær en þangað mættu Helga Jónsdóttir, settur forstjóri OR, og Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, auk Halls Símonarsonar, innri endurskoð- anda borgarinnar. Eyþór bendir á að 30 prósent af þeim sem hafi hætt störfum hjá fyrir- tækinu síðustu tvö ár telji sig hafa orðið fyrir einelti. „Svo er til greining sem hefur ekki verið afhent enn þá sem fer yfir miklu fleiri starfsmenn. Það er búin að vera mikil starfs- mannavelta, ekki síst hjá Orku nátt- úrunnar og þeir starfsmenn sem hafa hætt virðast óánægðir. Ég held að það skipti miklu máli að Orkuveitan fari betur ofan í saumana á þessu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, for- maður borgarráðs og fulltrúi Viðreisnar, segir að kynningin á skýrslunni hafi verið mjög ítarleg og gríðarlega góðar umræður farið fram. „Ég fagna mjög hversu ákveðið stjórnin hefur tekið á þessu máli. Núverandi forstjóri hefur tekið þetta mál mjög föstum tökum og fer beint í aðgerðir.“ Málið sé nú á borði stjórnar OR og hennar verkefni sé rétt að byrja. „Svo finnst mér áhugavert í þessu öllu að þetta mál vaknaði upp úr Metoo- umræðunni. Ef þetta hefði gerst Kafa þurfi dýpra í málefni OR Eyþór Arnalds segir ljóst að fara þurfi dýpra í málefni Orkuveitunnar. Úttekt á vinnustaðamenningu OR var kynnt á fundi borgarráðs í gær. Formaður ráðsins fagnar því hversu ákveðið stjórn OR hefur tekið á málinu. Eyþór segir viðbrögð stjórnenda Or til marks um að þau líti á úttektina sem ímyndarmál. Fréttablaðið/aNtON briNK Enn í myrkrinu með margt „Mér fannst þessi yfirferð innri endurskoðanda takmörkuð. Það þarf að skoða málið betur. Nú er lögð of mikil áhersla á vinnustaða- menninguna og að allir séu svo glaðir og ánægðir eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Kolbrún baldurs- dóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins í borgar- ráði. Hún segist velta því fyrir sér í ljósi þess að síðustu tvö ár hafi hundrað manns látið af störfum og um 30 prósent þeirra hafi upplifað einelti, hvort fólk hafi verið látið fara af því það hafi kvartað. „Svo kemur þetta mál þar sem kvartað er yfir kynferðislegri áreitni og þessari konu sagt upp. Svo er farið að tala um einhverja frammistöðu. Ég velti fyrir mér hvenær hafi verið farið að tala um frammistöð- una. Er þetta eftiráskýring eða var þetta vandamál sem var búið að reyna tækla áður?“ Hafi umræddur frammi- stöðuvandi verið fyrir hendi sé hann varla tæklaður með því að sparka viðkomandi burt. „Þetta kemur illa og harkalega út. Mér finnst ég enn í myrkrinu með svo margt í þessu sambandi.“ Ekkert nýtt kom fram „Mér fannst ekkert nýtt koma fram þarna. Ég gagnrýndi það mjög að innri endurskoðandi hafi ekki verið látinn kynna skýrsluna sjálfur á blaðamannafundin- um því þetta er lagt fram í nafni Innri endurskoðunar Reykjavíkur,“ segir Vigdís Hauksdóttir áheyrnar- fulltrúi Miðflokksins í borgarráði. Hún gagnrýnir einnig að kjörnir fulltrúar, aðrir en þeir sem sitji í stjórn OR, hafi fyrst fengið upplýsingar um innihald skýrsl- unnar í gegnum fjölmiðla. „Þetta er náttúrulega gamalt trix að efna til blaðamannafundar til að hafa áhrif á niðurstöður og umræður í framhaldinu. Þannig að mér finnst allt óeðlilegt í sambandi við kynn- ingu á skýrslunni.“ Þá telur Vigdís framgöngu Helgu Jónsdóttur, setts for- stjóra OR, ekki sæmandi og vísar þar sérstaklega í ummæli hennar um að jafnvel eigi að kæra Einar Bárðarson vegna innihalds tölvupósts sem hann sendi stjórnendum OR. „Orkuveitan er svo stórt fyrir- tæki og á ekki að taka þátt í svo- leiðis leik og setja sjálfa sig niður á þetta plan. Að vera að eltast við einstaklinga sem eru í sárum.“ Þetta mál vaknaði upp úr Metoo-um- ræðunni. Ef þetta hefði gerst fyrir tíu árum er ég ekki viss um að það hefði verið tekið svona ákveðið á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs 2 3 . N ó V E m b E R 2 0 1 8 F Ö s T U D A G U R6 F R é T T I R ∙ F R é T T A b l A ð I ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -1 3 A 4 2 1 7 D -1 2 6 8 2 1 7 D -1 1 2 C 2 1 7 D -0 F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.