Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 20
sem sögðu tölvupóstinn „hrylling“, gagnrýndu algjöran skort á nánari upplýsingum og sögðust ætla að breyta lykilorðum sínum af ótta við að Amazon væri að leyna ein- hverjum upplýsingum. Þegar blaðamaður Techcrunch spurði fulltrúa Amazon um frekari upplýsingar um málið sagði Ama- zon-starfsmaðurinn að fyrirtækið vildi engu bæta við fyrri yfirlýsingu. Fyrirtækið neitar því að nokkur hafi brotist inn í tölvukerfi þess. Þessi leki, eða galli, átti sér stað þegar stutt var í tvo stærstu net- verslunardaga ársins, „black friday“ og „cyber monday“. Þeir gætu því komið sér illa fyrir fyrirtækið enda eru lekar sem þessir ekki hættu- lausir þótt lykilorð hafi ekki fylgt með. Með netföngin ein að vopni gætu óprúttnir tölvuþrjótar til að mynda herjað á viðskiptavini Ama- zon með fölskum auglýsingum eða skilaboðum og þannig komið fyrir veirum í tölvu viðtakenda. Blaðamaður Techcrunch gagn- rýnir Amazon harðlega í fréttinni og segir að skortur á upplýsingum geri málið verra. Fólk óttist það sem það skilur ekki og þar sem Amazon neitar að upplýsa almenning er fyrirtækið í raun að magna þennan ótta. thorgnyr@frettabladid.is Bandaríska stórfyrirtækið Ama- zon vill lítið sem ekkert tjá sig um hugbúnaðargalla sem varð til þess að tölvupóstföng viðskipta- vina vefverslunar fyrirtækisins voru aðgengileg hverjum sem er. Þetta kemur fram í umfjöllun sem Techcrunch birti í gær en í svari við fyrirspurn fjölmiðilsins sagði einn talsmanna Amazon að fyrirtækið hefði „lagað þennan galla og upp- lýst þá viðskiptavini sem gætu hafa orðið fyrir óþægindum vegna hans um málið“. Notendum var upphaflega gert viðvart um vandann í tölvupósti á miðvikudaginn. Í póstinum sagði: „Halló. Við erum að hafa samband við þig til þess að láta þig vita að vefsíða okkar birti fyrir mistök net- fang þitt vegna hugbúnaðargalla. Þessi vandi hefur verið lagaður. Það er að engu leyti við þig að sakast og þú þarft hvorki að breyta lykilorði þínu né gera nokkrar aðrar ráðstaf- anir vegna málsins.“ Fjölmargir deildu póstinum á Twitter og vitnaði CNBC í nokkra Amazon þegir um galla sem olli leka á netföngum kúnna Bandaríska vefverslunin birti fyrir slysni netföng viðskiptavina. Vill ekki tjá sig um umfang vandans en hugbúnaðargalli olli. Amazon segist hafa lagað gallann. Fólk sem fékk tilkynningu frá Amazon kallar á svör. Lekinn átti sér stað stuttu fyrir tvo stærstu daga ársins fyrir netverslun, „black friday“ og „cyber monday“. Óljóst með tilkynningaskyldu Þar sem Amazon er með höfuðstöðvar í bandaríska ríkinu Washington ber fyrirtækinu að til- kynna dómsmálaráðherra ríkisins um leka á gögnum 500 íbúa eða fleiri. Ekki er ljóst hvort það hafi verið gert. Samkvæmt Techcrunch eru reglurnar hins vegar óljósar í Evrópu, þrátt fyrir að hin nýsam- þykkta GDPR-Evrópulöggjöf um vernd persónulegra gagna sé almennt strangari en tíðkast í Bandaríkjunum. Samkvæmt starfsmanni per- sónuverndarstofnunar Bretlands þarf fyrirtækið sjálft að meta hvort það tilkynni atvikið til bresku stofnunarinnar eða ann- arrar sambærilegrar stofnunar annars staðar í Evrópu. „Það er alltaf á ábyrgð fyrirtækisins að vera meðvitað um það er gagna- lekar hafa áhrif á breska ríkisborg- ara og að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að lekinn bitni á viðkomandi. Við munum hins vegar halda áfram að fylgjast náið með málinu og starfa með öðrum stofnunum ef á slíku er þörf.“ Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuvernd- arstofnun Bretlands lagði á fyrir- tækið vegna hins svokallaða Cam- bridge Analytica-hneykslis. Sektin nemur 500 þúsund pundum, and- virði um áttatíu milljóna króna, og mat stofnunin það svo að fyrirtækið hefði með markvissum hætti sankað að sér persónulegum upplýsingum notenda. Frá því The New York Times, The Guardian og The Observer komu upp um hneykslið fyrr á árinu, sem tengist notkun greiningarfyrirtæk- isins Cambridge Analytica á téðum gögnum í pólitískum tilgangi, hefur Mark Zuckerberg, stofnandi og for- stjóri Face book, komið fyrir banda- ríska þingið en hafnað því að koma fyrir það breska. Breska stofnunin er þó sú eina sem hefur beitt refsi- aðgerðum gegn fyrirtæki Zucker- bergs vegna málsins. Stofnunin komst að því að Face- book hafi „á ósanngjarnan hátt“ safnað gögnum milljónar Breta og mistekist að gera nauðsynlegar var- úðarráðstafanir. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér sagði að fyrirtækið hefði viljað gera meira til að fyrirbyggja málið en breska stofnunin hefði ekki sýnt fram á að persónulegar upplýsingar Breta hafi verið sendar Cambridge Analy- tica og notaðar í pólitískum tilgangi. „Þannig byggist rökstuðningurinn ekki lengur á Cambridge Analytica- málinu heldur grundvallarhug- myndum um það hvernig eigi að deila upplýsingum á netinu. Það er mun stærra mál og höfum við því ákveðið að áfrýja. Samkvæmt kenn- ingum stofnunarinnar mætti fólk til dæmis ekki áframsenda tölvupóst eða skilaboð án samþykkis allra annarra sem sendu eða áframsendu téð skilaboð.“ – þea Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Tækni Amazon vill ekki gera opinbert hversu mörg netföng voru aðgengileg. Tölvuleikjaframleiðandinn Blizzard þróar nú snjallsímaleik byggðan á söguheimi Warcraft-leikjanna sem á að vera þeirra útgáfa af Pokémon Go. Frá þessu greindi leikjafrétta- vefurinn Kotaku í gær og hafði eftir heimildarmönnum. Leikurinn á þó að vera íburðarmeiri, stærri og flóknari en Pokémon Go að því er kemur fram í fréttinni en það sem fyrirrennarinn var einna helst gagn- rýndur fyrir á sínum tíma var það hversu grunnur leikurinn var. Snjallsímaleikir virðast vera afar heitir á meðal starfsfólks og stjórnenda Blizzard en á ráðstefnu fyrirtækisins fyrr í mánuðinum var tilkynnt um nýjan leik í Diablo- seríunni, Immortal, sem mun bara koma út fyrir snjallsíma. Þeim tíðindum reiddust heitir Diablo- aðdáendur sem hafa beðið lengi eftir tíðindum af næsta Diablo-leik og vilja fá leik fyrir PC-tölvur. – þea Warcraft-útgáfa af Pokémon Go InterContinental opnaði hótel í Sjanghæ í Kína í samstarfi við sam- félagsmiðilinn WeChat í gær. Hót- elið er merkilegt fyrir þær sakir að flestu þar er stýrt í gegnum appið WeChat. Þannig er hægt að bóka herbergi, skrá sig inn, opna dyr og panta herbergisþjónustu í gegnum appið og komast hjá öllum mann- legum samskiptum, vilji maður það. WeChat er stærsti samfélagsmið- illinn í Kína og eru möguleikarnir nær endalausir. Hægt er að spjalla, bera saman verð, greiða fyrir vörur, millifæra á vini, fylla á inneign fyrir síma, borga reikninga, hringja myndsímtöl, fylgjast með póst- sendingum, panta mat eða bóka borð, telja skref og svo framvegis og svo framvegis. Hótelið í Sjanghæ er þó ekki fyrsta svokallaða „snjallhótelið“ í Kína. Áður hafa slík hótel verið opnuð í samstarfi hótelkeðja við tæknirisa á borð við til að mynda Baidu og Alibaba. – þea Snjallhótel opnað í Sjanghæ Netföng viðskiptavina láku út en Amazon vill lítið tjá sig um málið. Vill til dæmis ekki gefa upp á hve marga lekinn hafði áhrif. Nordicphotos/Getty Wechat nýtur mikilla vinsælda í Kína. Nordicphotos/Getty Kona í gervi Warcraft-hetjunnar Jaina proudmoore. Nordicphotos/Getty Facebook lenti illa í cambridge Analytica-hneykslinu. Nordicphotos/Getty 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r18 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -D 3 7 4 2 1 7 C -D 2 3 8 2 1 7 C -D 0 F C 2 1 7 C -C F C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.