Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.11.2018, Blaðsíða 28
SKÁK Stærstan hluta nóvembermán­ aðar hafa augu skákheimsins einblínt á London. Þar fer fram heimsmeist­ araeinvígi sitjandi heimsmeistara, Norðmannsins Magnusar Carlsen, og Bandaríkjamannsins Fabiano Caruana. Carlsen varð heimsmeistari árið 2013 er hann lagði Indverjann Vis­ wanathan Anand í einvígi. Hann varði titilinn gegn Anand ári síðar og aftur fyrir tveimur árum er hann hafði betur gegn Sergei Karjakin í bráðabana. Frá því í desember 2009 hefur Carlsen, sem þá var nítján ára, verið efstur á ELO­stigalista FIDE og aðeins í stutta stund hefur nokkur komist yfir hann á listanum. Að undanförnu hefur þó fyrr­ nefndur Caruana andað ofan í háls­ mál heimsmeistarans. Fyrir fyrstu einvígisskákina munaði aðeins þremur ELO­stigum á keppinaut­ unum og var ítalskættaði Kaninn hársbreidd frá því að taka toppsætið af Norðmanninum í Evrópukeppni skákfélaga áður en einvígið hófst. Meiddur við borðið Skiljanlega er heimsmeistarinn Carl­ sen sá virki skákmaður sem er hvað þekktastur af þeim sem ekki fylgjast náið með skák. Það má ekki aðeins rekja til afreka hans við skákborðið heldur einnig til annarra starfa hans. Meðal annars hefur hann setið fyrir í auglýsingaherferð G­Star en hitt and­ lit auglýsingaherferðarinnar var leik­ konan Liv Tyler sem margir kannast við í hlutverki Arwen í Hringadrótt­ inssögu. Þó að skák sé íþrótt hugans krefst það mikils þols að ná að halda ein­ beitingu svo klukkustundum skipti. Fyrsta einvígisskákin nú var til að mynda 115 leikir, þriðja lengsta skákin í sögu heimsmeistaraeinvígja, og stóð yfir í um sjö klukkustundir. Til að tryggja hámarkseinbeitingu hleypur Carlsen löngum stundum og stundar tennis og knattspyrnu af miklum móð. Heimsmeistarinn bar skýr merki knattspyrnuiðkunar í níundu ein­ vígis skákinni. Fyrirkomulag ein­ vígisins er með þeim hætti að teflt er tvo daga í röð, ein skák hvorn dag, en síðan er frídagur. Undantekning er milli síðustu tveggja skákanna en milli þeirra er auka frídagur. Frídag­ arnir fara bæði í andlegan og líkam­ legan undirbúning og nýtti Carlsen fríið meðal annars til að spila knatt­ spyrnu. Í leiknum fór hann í skalla­ einvígi þar sem hann og annar leik­ maður skullu saman. Mætti hann því með myndarlegt glóðarauga og plástraður til leiks eftir það. Spekúlantar hafa bent á hve kjána­ legt það hefði orðið hefðu meiðslin orðið alvarlegri og þau haft áhrif á einvígið. Hollenski stórmeistarinn Anish Giri gantaðist meðal annars með hvort Carlsen þyrfti ekki nýja aðstoðarmenn fyrst þeir stefna ein­ víginu í hættu með slíku kappi. Hipphopp og jóga Áskorandinn Caruana er yngri en Carlsen. Caruana fæddist í Miami en Tíu skákum lokið og enn er staðan jöfn Carlsen og Caruana í níundu einvígisskákinni. Takið eftir plástrinum á hægri augabrún heimsmeistarans en hann kom til eftir skallaeinvígi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Rúmlega einni milljón evra skipt á milli keppenda Fyrirkomulag einvígisins er þann- ig að tefldar eru tólf kappskákir. Stórmeistararnir hafa 100 mínútur hvor til að ljúka fyrstu 40 leikjunum en þá bætast 50 mínútur við. Eftir 60 leiki bætist korter við til við- bótar og þá bætast 30 sekúndur við tímann við hvern leik. Taki skák því hundrað leiki og fullnýti báðir tímann varir hún í rúmar sjö stundir. Keppendur skiptast á að hafa svart og hvítt en röðin víxlaðist eftir sjöttu skákina. Verði jafnt að tólf skákum loknum eru tefldar fjórar at- skákir, 25 mínútur á mann auk tíu sekúndna fyrir hvern leik. Verði enn jafnt verða tvær hraðskákir, fimm mínútur auk þriggja sekúndna á hvern leik. Verði jafnt að þeim loknum verður bráðabani. Tefld verður skák þar sem hvítur hefur fimm mínútur en svartur fjórar. Svörtum nægir jafntefli til að vinna. Verðlaunapotturinn er ein milljón evra auk hlutdeildar í aug- lýsingatekjum. Heimsmeistarinn fær 60 prósent þeirrar upphæðar nema til atskáka komi. Þá skiptist potturinn í hlutföllunum 55/45. Glóðarauga heimsmeist- arans og óheppilegt myndband áskorandans er meðal þess sem hefur verið rætt mikið um í einvígi Carlsen og Caruana. Öllum skákum hefur lokið með jafntefli. Þær hafa þó verið mis- fjörugar og keppendur misst af vænum leiðum. Jóhann Óli Eiðsson joli@frettabladid.is fluttist ungur til Brooklyn. Foreldrar hans eru af ítölskum ættum og tefldi hann fyrir hönd Ítalíu þar til 2015. Hann var nálægt því að vinna sér inn rétt til að skora Carlsen á hólm árið 2016 en laut í gras gegn Karjakin í síðustu skák áskorendamótsins. Bandaríkjamaður hefur ekki keppt um heimsmeistarakrúnuna síðan 1972 er Boris Spassky og Bobby Fischer öttu kappi í Reykja­ vík. Skiljan lega er nafn Caruana því oft nefnt í sömu andrá og Fischer þar vestra. „Sá skákmaður sem hefur alltaf veitt mér mestan innblástur er Bobby Fischer. Í sögulegu samhengi er frá­ bært að vera borinn saman við Fisc­ her en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir,“ segir Caruana. Líkt og Carlsen veit Caruana að líkamlega og andlega hliðin þarf að vera í toppstandi svo honum farnist Fabiano Caruana Fæddur 30. júlí 1992 Stórmeistari Árið 2007, tæplega 15 ára gamall ELO-stig 2.832 hæst 2.844 í ágúst 2014 Magnus Carlsen Fæddur 30. nóvember 1990 Stórmeistari Árið 2004, þá tæplega 13 ára og 5 mánaða gamall ELO-stig 2.835 hæst 2.882 í maí 2014 Í sögulegu samhengi er frábært að vera borinn saman við Fischer en hvað varðar persónuleika og skákstíl erum við mjög ólíkir. Fabiano Caruana, stórmeistari í skák 1. SKÁK 9. nóvEMBER Fyrsta skákin var fjörug og löng. Tvisvar missti Carlsen af færum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn og yfirhöndina í ein- víginu. 36. – h4? Nokkrum leikjum áður missti Carlsen af mögu- leika á að planta drottningunni á skálínuna a1-h8. Það gerðist aftur hér. 36. – Dg7! hefði þýtt að hvíta staðan yrði ekki teflanleg enda getur svarta drottningin þá nánast valið hvaða peð hún vill fella á drottningarvængnum. Eftir 36. – h4? einfaldaðist taflið og Carlsen reyndi að svíða hróks- endatafl peði yfir í sjötíu leiki án árangurs. 6. SKÁK 16. nóvEMBER Carlsen kom öllum á óvart með því að leika 4. Rd3 í Petroff. Hann hafði leikið nokkrum óná- kvæmum leikjum í miðtaflinu sem skapaði veikleika sem aðeins eru á færi ofurstórmeistara og ofurtölva að nýta sér. Hér hafði hann leikið 68. Bc4 og staðan virðist nokkuð öruggt jafntefli. Hinn ómanneskju- legi ofurtölvuleikur 68. – Bh4! færir svörtum hins vegar unnið tafl eftir 69. Bd5! Re2 70. Bf3 Rg1!! 71. Bd5 Bg5! 72. Kh7 Re2! og hvítur er í leikþröng. Caruana missti skiljan- lega af þessu og jafntefli var samið eftir 80 leiki. 8. SKÁK 19. nóvEMBER Upp kom Sveshnikov-afbrigði Sikileyjarvarnar og var Caruana, með hvítt, vel undirbúinn. Carlsen lék ónákvæmt og allt í einu voru færin öll hvíts. 21. c5! Peðsfórn sem færir hvítum yfirburði með hvassri og hárnákvæmri tafl- mennsku. 21. – Rxf3+ 22. Dxf3 dxc5 23. Had1 Bd6 24. h3? Eftir kraftmikla taflmennsku missir Fabi flugið. Nauðsynlegt var 24. Dh5! og svartur er í alls kyns vand- ræðum. Eftir 24. – De8 var staðan jöfn og samið fjórtán leikjum síðar. ✿ Nokkrar áhugaverðar stöður úr eingvíginu hingað til vel við skákborðið. Bandaríkja­maðurinn þykir góður sundmaður og hefur einnig leikið skvass. Þá hug­ leiðir hann, stundar jóga og að end­ ingu má nefna að Kendrick Lamar og Killah Priest hafa hjálpað honum við undirbúninginn. Lekinn mikli Einvígið nú er langt á veg komið. Fyrstu níu skákum þess er lokið og hefur þeim öllum lyktað með því að kapparnir hafa sæst á skiptan hlut. Er það lengsta jafnteflishrina sögunnar í upphafi heimsmeistaraeinvígis. Báðir keppendur hafa leyft aðdá­ endum að fylgjast með undirbúningi sínum að einhverju leyti. Á fyrsta frí­ degi sendu þeir báðir frá sér mynd­ bönd úr herbúðum sínum. Undir­ búningur Norðmannsins samanstóð af stúderingum og knattspyrnu að sjálfsögðu. Þar var þó passað að upp­ ljóstra ekki hvað heimsmeistarinn var að skoða. Í herbúðum Caruana og aðstoðarmanna hans voru hins vegar þau mistök gerð að myndbandið sýndi tölvuskjá sem listaði upp hluta þeirra byrjana sem Caruana var að kanna sérstaklega. Myndbandið var fjarlægt snögglega. Deilt var um það hvort lekinn hefði verið aulaleg mistök eða til þess fallinn að afvegaleiða heimsmeistar­ ann með því að láta hann verja dýr­ mætum tíma í að skoða afbrigði sem aldrei stóð til að tefla. Á blaðamanna­ fundi eftir þriðju skákina svaraði Carlsen því þó að hann hefði ekki séð myndbandið. Tíunda skákin fór fram í gær og lauk henni með jafntefli eftir fjör­ uga skák í Sveshnikov­afbrigðinu. Caruana fékk sénsa í tvísýnni stöðu en nýtti þá ekki. Næst verður teflt á morgun. John Carew lýsir skákinni í beinni hjá norska ríkissjónvarpinu. 2 3 . N ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r26 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -1 D 8 4 2 1 7 D -1 C 4 8 2 1 7 D -1 B 0 C 2 1 7 D -1 9 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.