Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 31

Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 31
„Láttu okkur fá það óþvegið!“ Já, við foreldrar viljum fá spark í rassinn.“ Ég var stödd á fjöl-mennum og líflegum fundi foreldrafélags í leikskóla þegar talið barst að snjallsímanotkun, ekki barna heldur foreldra. Allir voru á einu máli um að síminn væri of fyrirferðarmikill í fjöl- skyldulífinu og að fullorðið fólk þyrfti að læra að umgangast hann af hófsemi áður en hægt væri að búast við því sama af börnum. Það er ekki langt síðan margir voru háðir annars konar litlum pökkum á stærð við farsíma sem þeir skildu aldrei við sig. Á þeim stóð ekki Apple eða Samsung heldur Win- ston eða Camel. Kannski er þess ekki langt að bíða að það þyki álíka heilbrigt að vera stöðugt með símann á lofti og sígarettu. Til að byrja með vissi fólk ekki mikið um skaðsemi tóbaks en hvað vitum við um áhrif þess að foreldrar séu sítengdir netheimum? Í bandarískri rannsókn var fylgst með 55 fjölskyldum borða á skyndibitastað.[1] 73% foreldra voru með eða notuðu símann og við það dró úr samskiptum við börnin, foreldrarnir voru lengur að bregðast við þeim og meira bar á árekstrum (foreldrar hækkuðu róminn, börnin hegðuðu sér illa). Önnur rannsókn skoðaði sam- skipti á milli foreldris og barns sem voru tekin upp á myndbönd og síðar greind.[2] Þar kom í ljós að símanotkun foreldra dró úr yrtum samskiptum um 20%, óyrtum um tæp 40% og hvatningu til barns um tæp 30%. Börnin sýndu meiri einhæfni, minni hugsun og tak- markaðri næmni í samskiptum. Vakandi eftirtekt foreldris veitir börnum öryggi og er þeim jafn nauðsynleg og heimili. Áhugasamt andlit gefur barni staðfestingu á að það skipti máli og styrkir sjálfsmynd þess. Umhyggjusöm athygli dregur úr streitu og með gagnkvæmum samskiptum lærir barn að þekkja og skilja sjálft sig og aðra. Venjist barn því að for- eldrar gefi því athygli jafn fúslega og morgunmat má búast við að það þrói með sér öryggiskennd sem gerir því kleift að gleyma sér í leik og síðar í námi og starfi. Vitanlega eru foreldrar ekki alltaf stöðugt með augun á börn- unum sínum, enda ekki ástæða til, en öll börn þarfnast vakandi athygli foreldra sinna á hverjum degi. Hellings af henni. Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhuga- verða og mikilvæga gerist „annars Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Þegar venjan er að foreldri sé með annað eða bæði augun á símanum fær barn skilaboð um að það áhugaverða og mikil- væga gerist „annars staðar“. staðar“. Með athyglina við skjáinn verður foreldrið annars hugar, finnst barnið vera truflandi og ýtir því frá sér, ef ekki með orðum þá með látbragði. Barn sem þarf að jafnaði að hafa fyrir því að ná athygli foreldra sinna verður meira krefjandi því það er upptekið við að halda þeim við efnið. Það má líka búast við að það verði eirðar- lausara, háðara, eigi erfiðara með að sofna á kvöldin og vakni oftar á nóttunni. Það hlýtur því að vera tilraunarinnar virði fyrir foreldra að hvíla símann í morgunsárið og frá því að börnin koma heim úr leikskólanum þangað til þau eru sofnuð. Flest símtöl, póstar, skilaboð og fréttir þola nokkurra klukkutíma bið. Ef símalaus tími reynist of strembinn gæti verið forvitnilegt að spá í hvaða þörfum símanum er ætlað að svara, hversu vel honum tekst það og hvað það mögulega kostar. [1] Radesky JS, et al. Patterns of mobile device use by caregivers of young children during fast food meals. Pediatrics 2014. [2] Radesky JS, et al. Maternal mobile device use during eating encounters and mentalization. JDBP 2018. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Föstudag og Laugardag Opnunartímar 10:00 - 18:00 BLACK FRIDAY! Af tölvuskjám Allt að50%Afsláttur Af fart ölvum Allt að 40.000 Afslátt ur 19.-24. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að 23. nóvem ber 2018 • B lack Friday tilboð gilda 19-24. nóvem ber eða m eðan birgðir endast. B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl SÍÐAS TI SÉNS Opið fös tudag og lauga rdag 10-18 S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 29F Ö S T u D A G u R 2 3 . n ó v e m B e R 2 0 1 8 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 7 D -3 1 4 4 2 1 7 D -3 0 0 8 2 1 7 D -2 E C C 2 1 7 D -2 D 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.