Fréttablaðið - 23.11.2018, Page 36
Það má sjá bætt vinnubrögð í nýrri samgönguáætlun því hér í fyrsta skipti er hún í sam-
ræmi við samþykkta fjármálaáætlun
frá Alþingi. Samgönguáætlun skal
stefna að því að samgöngukerfi
landsins myndi eina samþætta heild
sem þjóni íbúum og atvinnulífi sem
best. Auka á aðgengi fólks að vörum
og þjónustu og bæta hreyfanleika.
Meginstoðir
Samgönguáætlun skal stefna að því
að samgöngukerfi landsins myndi
eina samþætta heild sem þjóni
íbúum og atvinnulífi sem best. Það
er ánægjulegt að sjá þær meginstoð-
ir sem samgönguáætlun byggir á en
lögð er áhersla á þær stóru stofn-
brautir sem eru út úr höfuðborginni
og nú á líka að klára grunnnet vega-
kerfisins á Vestfjörðum.
Strax á næsta ári skal hefja fram-
kvæmdir við 2+1 veg á Kjalarnesi.
Það er verkefni sem kallað hefur
verið eftir og er mjög brýnt þar sem
núverandi vegur uppfyllir engan
veginn öryggiskröfur eða stendur
undir þeirri gríðarlegu umferðar-
aukningu sem orðið hefur á undan-
förnum árum. Grunnnet á Vest-
fjörðum er í forgangi og búið að
tryggja fjármagn í uppbyggingu á
vegum á Dynjandisheiði um leið og
hönnun á vegstæðinu er lokið og sú
leið hefur farið í gegnum umhverfis-
mat. Einnig er búið að tryggja fjár-
magn í uppbyggingu á vegum í
Gufudalssveit. Þá geta Vestfirðingar
loksins sagt að þeir búi við eðlilegt
samgöngukerfi að mestu.
Samvinnuleið í vegamálum
Nokkuð hefur verið talað um um
gjaldtöku vegna samgöngumann-
virkja þegar horft er í einkafram-
kvæmdir. Til að hraða samgöngu-
framkvæmdum er unnið að útfærslu
gjaldtökuleiða sem nýtist á ákveðn-
um mannvirkjum. Slík gjaldtaka á
einstaka mannvirkjum býr til svig-
rúm í samgönguáætlun og hægt
að ráðast fyrr í einstök verkefni en
gert er ráð fyrir í áætluninni. Nú um
mánaðamótin var hætt gjaldtöku
við Hvalfjarðargöng en hún er dæmi
um góða samvinnuleið í úrbótum á
samgöngumálum. Í þessu sambandi
gætum við nefnt jarðgöng og stórar
framkvæmdir í kringum höfuðborg-
ina eins og Sundabraut og tvöföldun
Reykjanesbrautar.
Tengivegir og vetrarþjónusta
Um land allt býr fólk við malarvegi
sem eiga að þjóna samgöngum til
skóla og í vinnu dagsdaglega. Oft
eru þetta vegir sem uppfylla ekki
kröfur um burðarþol og alls ekki
þeær öryggiskröfur sem nútíminn
gerir til slíkra samgangna. Dæmi
eru um að börn þurfi að heiman og
heim að hristast á holóttum malar-
vegi langan veg í skóla. Það skiptir
miklu máli að lögð verði áhersla
á að leggja bundið slitlag á tengi-
vegi. Í þessu sambandi vil ég nefna
Vatnsnesveg í Vestur-Húnavatns-
sýslu. Þar hefur umferð stóraukist á
undanförnum árum, enda má finna
á þeirri leið eina ferðamannaperlu
okkar sem er Hvítserkur. Núverandi
vegur hefur ekki staðið undir þeirri
miklu umferð og getur því ekki talist
til nútíma samgöngumannvirkja.
Í tillögu að nýrri samgönguáætlun
er gert ráð fyrir að veita aukið fjár-
magn til að styrkja og leggja bundið
slitlag á umferðarlitla tengivegi. Það
er vonandi að hægt verði að leggja
aukna áherslu á tengivegina og
vetrarþjónustu með því að horfa á
samvinnuleiðir í nýframkvæmdum
á stórum framkvæmdum.
Samgöngur til framtíðar
Halla Signý
Kristjánsdóttir
7. þingmaður
Norðvestur
kjördæmis
Þrjátíu ára stríðið í Evrópu 1618 til 1648 hefur stundum verið kallað fyrsta allsherjarstyrjöldin
í sögu álfunnar. Stríðið var í byrjun
trúarbragðastyrjöld á milli mótmæl-
enda og kaþólskra í Þýskalandi og
víðar, en snérist á endanum upp í
afmarkaða og hefðbundna landvinn-
inga konunga og fursta. Þessi styrjöld
olli gríðarlegri eyðileggingu og miklu
manntjóni í viðkomandi löndum
eins og til dæmis í Þýskalandi og
Tékklandi. Friður kenndur við bæina
Münster og Osnabrück í Vestfalíu í
Þýskalandi var saminn árið 1648.
Nú eru liðin 400 ár síðan þrjátíu ára
stríðið hófst. Á þeim tíma hafa styrj-
aldir stórar og smáar geisað í álfunni
nær sleitulaust og raðast upp eins og
blóðsvartar perlur á bandi. En ef frá-
talin eru Balkanstríð 20. aldar og stutt
stríð með þátttöku Rússa má þó segja
að friður hafi ríkt í Evrópu frá lokum
síðari heimsstyrjaldar árið 1945 eða í
73 ár. Er það lengsta friðartímabil og
um leið tímabil framfara og hagsældar
í Norður- og Mið-Evrópu síðan 1648.
Sé litið á söguna getur Evrópa
greinilega verið jarðvegur tíðra átaka
og hörmunga þeim fylgjandi. Þetta
langtíma friðartímabil er því raun-
veruleg nýjung í sögu álfunnar. Og
hverju er það að þakka? Samtökum
þjóða eins og NATO og ESB? Eða eru
einnig önnur öfl að verki s.s. þjóð-
félagsbreytingar í heiminum öllum
sem gera stríðsrekstur enn ófýsilegri
en áður.
Aðildarþjóðum NATO hefur með
samheldni sinni tekist að verja landa-
mæri aðildarríkjanna frá stofnun
bandalagsins árið 1949. En það er
Evrópusambandið, ESB, sem á mestan
heiður af því að viðhalda samheldni
og efnahagsframförum í Evrópuríkj-
um undanfarna áratugi og með þeim
hætti stuðlað að friði og stöðugleika.
Og það gleymist alltof oft að ESB er að
grunni til friðarbandalag.
Árið 1951 undirrituðu utanríkis-
ráðherrar nokkurra Evrópuríkja:
Frakklands, Vestur-Þýskalands, Hol-
lands, Ítalíu, Belgíu og Lúxemborgar
hina svokölluðu Parísaryfirlýsingu
sem varð upphaf Evrópska kola- og
stálbandalagsins. Það varð síðar
undan fari Evrópusambandsins eins
og við þekkjum það í dag. Helsti
hvatamaður þessa var utanríkisráð-
herra Frakklands, Robert Schuman.
Markmiðið með samkomulagi þess-
ara ráðamanna var að forða Evrópu
frá áframhaldandi stríðsrekstri í fram-
tíðinni eins og þeim sem hrjáð hafði
þjóðir álfunnar fram að þeim tíma.
Þeir töldu að besta leiðin til að ná
þessu markmiði væri náin samvinna
og frelsi á sviði verslunar og þjónustu.
Á Íslandi er í allri umræðu um hugsan-
lega aðild að Evrópusambandinu hins
vegar einblínt á hreinan fjárhagslegan
ágóða fyrir Íslendinga. Íslandsmaður-
inn spyr sig aldrei „Hvað getum við
sem þjóð lagt af mörkum?“
Fyrsta janúar 2016 var heildar-
íbúafjöldi landa Evrópusambandsins
510,1 milljón eða um það bil 6,9 pró-
sent af íbúafjölda heimsins. Það er
reiknað með að þetta hlutfall lækki
á næstu áratugum. Þess vegna er
mikilvægt að Evrópuþjóðir standi
þétt saman og láti ekki sundrungaröfl
ýmiss konar veikja eða beinlínis eyði-
leggja samstarfið. Pútín, forseti Rúss-
lands, Donald Trump, forseti Banda-
ríkjanna, og fleiri af sama sauðahúsi
eru iðnir við að grafa undan alþjóða-
stofnunum ýmiss konar, oft undir
formerkjum þjóðernisstefnu og lýð-
skrums. Þeir beina spjótum sínum
sérstaklega að Evrópusambandinu
með lúmskum áróðri og lygum.
Íslendingar, sem eru fámennir,
verða að átta sig á því hvar þeim er
best borgið í ölduróti heimsmálanna.
Það er örugglega ekki í faðmi ein-
stakra lýðskrumara – í félagsskap
manna og kvenna eins og Trumps,
Pútíns, Le Pen, Nigels Farage og fleiri
og fleiri og fleiri.
Stríð og friður í Evrópu
frá fyrri hluta 17. aldar
Ingimundur
Gíslason
augnlæknir
Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim
vettvangi til að kalla fram örari
þróun bæði í tækni, viðskiptum
og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar
sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt
styrki til ákveðinna verkefna bæði
hjá hinu opinbera og fjárfestum.
Við Íslendingar erum óspör á hvatn-
inguna og hrósið í garð þeirra sem
reyna að finna nýjar leiðir til að gera
líf okkar allra betra.
En þegar kemur að nýsköpun í
heilbrigðismálum þá breytist allt.
Þar er lítill vilji til þess að sjá ein-
staklinga finna nýjar leiðir til að
gera hlutina, skara fram úr og berj-
ast fyrir hönd þeirra sem þurfa á
heilbrigðisþjónustu að halda. Enn
fremur virðist sem hið opinbera
leggi heldur steina í götu þeirra sem
berjast af hugsjón í heilbrigðisgeir-
anum, til dæmis með því að skera
niður fjárveitingar til þeirra.
Þannig er málum háttað varðandi
GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls,
samtök notenda í geðheilbrigðis-
þjónustu sem nú hafa misst fjárveit-
ingu sína frá ríkinu. Auður Axels-
dóttir stofnaði Hugarafl árið 2003,
ásamt fjórum öðrum sem höfðu
reynslu af geðröskunum. Hugar-
afl hefur unnið þrekvirki á síðustu
fimmtán árum og lagt áherslu á for-
varnir, uppbyggingu í bataferli og
endurhæfingu. Starfið hefur breytt
og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi
þann tíma sem það hefur starfað.
Notkun hugtaka líkt og bati og vald-
efling eru nú almennt notuð innan
geðheilbrigðiskerfisins en þau
þekktust vart þegar starf Hugarafls
hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð
fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni
fyrir frumkvæði í geðheilbrigðis-
málum árið 2017.
Heilsugæslan tekur við
Á þeim fimmtán árum sem Hugar-
afl hefur verið starfrækt hefur náðst
frábær árangur og fjöldi manns
leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið
að GET sem vann í nánu samstarfi
við Hugarafl hefur verið lagt niður
en það gerðist 1. september sl. Fjár-
veitingin fyrir teymið hefur verið
færð til heilsugæslustöðvanna.
Starf Hugarafls hefur verið í upp-
námi vegna þessa en stjórn Hugar-
afls hefur ekki hug á að gefast upp
þrátt fyrir að starf samtakanna sér í
hættu og óvissa ríki enn með fram-
tíðina.
Með því að loka GET er verið að
hefta aðgengi fólks með geðröskun
að hjálpinni sem það svo sárlega
þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir
gátu komið og sótt nauðsynlega
þjónustu. Með þessum aðgerðum
er búið að draga úr valfrelsi fólks í
þessum málaflokki. Þess í stað var
tekin ákvörðun um að auka enn
frekar álag á heilsugæsluna sem
mun gera fólki erfiðara fyrir að nálg-
ast aðstoð hratt og örugglega þegar
erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET
starfaði fagfólk með mikla þekkingu
sem vildi koma henni í farveg sem
virkaði, farveg sem gagnaðist og var
aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið
lokað þeim farvegi og beinir öllu í
hítina sem er heilsugæslan. Er þetta
skýrt dæmi um hvernig nýsköpun
og einkaframtak er ekki velkomið í
heilbrigðiskerfinu.
Þorum að fara nýjar leiðir
Eftir stendur að við verðum að
gæta að því að þeir einstaklingar
sem þurfa á hjálp að halda geti
nálgast hana hratt og örugglega. Við
stöndum frammi fyrir fíknifaraldri
og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið
hærri, ef einhvern tíma hefur verið
þörf á því að hafa val um fjölbreytt
úrræði þá er það núna. Úrræðin
spila oft saman eins og í tilfelli
Hugarafls og GET og því verður að
passa að keðjan slitni ekki eins og í
þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í
Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki
og sveitarfélögum við úrræði sem
þessi eru einstaklingar sem kjósa að
leita sér hjálpar og koma sér aftur út
í samfélagið. Það verður að bregð-
ast við með varanlegum lausnum,
líkt og að tryggja starfsemi GET og
Hugarafls fjárhagslegt öryggi til
frambúðar.
Við þurfum ekki að vera hrædd
við að styðja við bakið á nýsköpun
í geðheilbrigðismálum. Þeir sem
sýna árangur eiga ekki að þurfa að
berjast fyrir tilvist sinni. Þeir ein-
staklingar sem taka þennan slag
með nýjum leiðum og úrræðum eru
ekki bara að spara á endanum tugi
milljóna, heldur eru þeir að bjarga
mannslífum og það verður seint
metið til fjár. Höfum dug og þor til
að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim
sem vilja byggja upp nýjar lausnir.
Tryggjum að starfsemi GET og
Hugar afls geti haldið áfram.
Styðjum nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum
Valgerður
Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
Með því að loka GET er verið
að hefta aðgengi fólks með
geðröskun að hjálpinni sem
það svo sárlega þarf. Ekki
þurfti að panta tíma, allir
gátu komið og sótt nauðsyn-
lega þjónustu. Með þessum
aðgerðum er búið að draga
úr valfrelsi fólks í þessum
málaflokki.
Það er ánægjulegt að sjá þær
meginstoðir sem samgöngu-
áætlun byggir á en lögð er
áhersla á þær stóru stofn-
brautir sem eru út úr höfuð-
borginni og nú á líka að
klára grunnnet vegakerfisins
á Vestfjörðum.
Íslendingar, sem eru fámenn-
ir, verða að átta sig á því hvar
þeim er best borgið í ölduróti
heimsmálanna.
2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r34 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
3
-1
1
-2
0
1
8
0
4
:5
2
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
7
D
-0
4
D
4
2
1
7
D
-0
3
9
8
2
1
7
D
-0
2
5
C
2
1
7
D
-0
1
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
9
6
s
_
2
2
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K