Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 40

Fréttablaðið - 23.11.2018, Side 40
Leigumarkaður var afar óörugg-ur og erfiður í alla staði fyrir leigjendur þegar einstaklingar einir leigðu út húsnæði. Horfið var frá markvissri uppbyggingu félags- legs húsnæðis og þrátt fyrir að leigu- félög á vegum félagasamtaka reyndu að bæta úr þörfinni tókst ekki að þróa leigumarkaðinn. Tilkoma fast- eignafélaga og leigufélaga ruddi nýja braut og breytti leigumarkaðnum til hins betra. Einstaklingar, fjöl- skyldur, félög og fyrirtæki þurfa ekki lengur að að binda fjármagn í húsnæði ef þau svo kjósa. Stofnun almennra leigufélaga fyrir nokkrum árum opnaði nýja möguleika fyrir leigjendur sem áður gátu ekki fengið örugga lang- tímaleigu. Sveigjanleiki hefur aukist mikið á markaðnum sem er mikil- vægt vegna þess að þarfir hinna ýmsu hópa eru svo mismunandi að erfitt er að sjá þær fyrir. Vöxtur á leigumarkaði fram undan Æskilegt er að almennur leigumark- aður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. Hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsæði hefur aukist verulega og margt sem bendir til þess að það hlutfall aukist áfram. Á árunum 2006-2007 er áætlað að 14% landsmanna hafi búið í leigu- húsnæði. Frá árinu 2011 hefur þetta hlutfall verið stöðugt á bilinu 22-23% að okkar mati. Á Íslandi eru um 130.000 heimili. Heildarstærð leigumarkaðar er um 30.000 íbúðir. Á almennum leigu- markaði eru um 19.500 íbúðir, langflestar, eða um 10 þúsund eru á vegum einstaklinga og ýmissa aðila. Athygli vekur að leiguíbúðir á vegum almennra leigufélaga eru litlu fleiri en íbúðir á vegum ferða- þjónustu sem eru um 4.000. Leigu- íbúðir fyrir aldraða eru um 1.200 á vegum ýmissa samtaka og um 9.000 íbúðir flokkast undir félagsleg leiguúrræði á vegum sveitarfélaga, námsmanna og verkalýðsfélaga. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt, verulega kaupmáttaraukningu og lítið atvinnuleysi, hefur hlutfallið 22-23% ekki lækkað. Það bendir til þess að að farið sé að líta á leigu sem valkost en ekki neyðarúrræði fyrst og fremst. Við gerum ráð fyrir að hlutfall íbúa á leigumarkaði muni aukast í 27-28% á næstu fimm til sjö árum. Til að mæta þeirri aukningu þarf að bæta við allt að 10 þúsund leiguíbúðum á næstu árum. Í ljósi þeirrar þróunar sem hefur orðið á leigumarkaði má segja að leiga sé orðin raunverulegur valkostur ásamt og með séreignarstefnunni, sem verið hefur ríkjandi á Íslandi. Skynsamlegt opinbert regluverk um leigumarkaðinn og hófleg fasteigna- gjöld gætu stutt við slíka þróun. Miklar breytingar fram undan Mikil fólksfjölgun og verulegar lýðfræðilegar breytingar eru fram undan sem styðja það að þörf er á vaxandi og fjölbreyttum almennum leigumarkaði um leið og ríki og sveitarfélög styrkja í auknum mæli leigufélög sem sinna tekjulágum hópum. Fram eru komnar kynslóðir með aðrar hugmyndir en ríkjandi hafa verið. Forgangsröðun hjá fólki breytist og það kýs sveigjanleika í búsetuformi í stað þess að binda sig við eina eign. Fólk er lengur í námi og kemur seint út á vinnumarkað. Það er eldra þegar stofnað er til fjöl- skyldu auk þess sem talsvert ber á fjölgun þeirra sem búa einir. Fólki sem er 68 ára og eldra mun fjölga um 30.000 á næstu 20 árum. Kynslóðir fæddar 1955-60 og síðar munu hafa verulega betri lífeyris- réttindi en þeir sem á undan koma. Leiga í stað eignaríbúða mun verða álitlegur kostur fyrir eldri borgara. Ríflega 28 þúsund erlendir starfs- menn eru hér á vinnumarkaði sem er um 19% af vinnandi fólki. Skortur á góðu og hentugu leiguhúsnæði fyrir þá sem vinna hér á landi tíma- bundið er verulegur. Í þessu sam- hengi þarf einnig að hafa í huga að leiguíbúðir til erlendra ferðamanna eru stór þáttur í leigumarkaðnum. Brýn þörf er því á auknu framboði af leiguhúsnæði, bæði á vegum almennra leigufélaga og þeirra sem njóta styrkja frá ríki og sveitar- félögum og hafa það að markmiði að sinna þörfum tekjulágra. Tíu þúsund leiguíbúðir vantar á markaðinn Guðbrandur Sigurðsson framkvæmda- stjóri Heimavalla Í október voru tveir ákaflega mikilvægir baráttudagar sem vekja upp áleitnar spurning- ar um hvers konar samfélagi við viljum búa í og hvaða breytingar þarf að gera svo við getum sagt að hér sé raunverulegt jafnrétti og gott velferðarsamfélag þar sem allir einstaklingar hafa jöfn tækifæri til virkrar þátttöku. Fyrst vil ég nefna alþjóðlegan baráttudag gegn fátækt sem var þann 17. október. Í tilefni hans stóð Félagsráðgjafafélag Íslands fyrir viðburði þar sem vakin var athygli á skeytingarleysi gagnvart fátækt á Íslandi sem birtist meðal annars í formi of lítils fjármagns til mikil- vægrar velferðarþjónustu. Undanfarið hefur verið mikil umræða í samfélaginu um þetta skeytingarleysi þótt það hugtak hafi ekki verið notað í umræðunni. Birtist það meðal annars í umræðu um geðheilbrigðismál og málefni ungs fólks í vímuefnavanda. Félags- ráðgjafar þekkja vel þá hópa sem eru í mestri hættu á að festast í fátækt og verða jaðarsettir, fá ekki tækifæri til að tilheyra samfélaginu og taka virk- an þátt í því. Það var því ánægjulegt að lesa skýrslu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, sem hann kynnti nýverið um áskor- anir Norðurlanda í félagsmálum. Þar bendir hann á að „kerfin“ þurfi að vinna betur saman svo hægt sé að veita þeim sem þurfa stuðning sem hæfir þörfum hvers og eins. Þetta hljómar kannski einfalt en í framkvæmd er þetta mun flókn- ara þar sem hvert og eitt „kerfi“ hefur tilhneigingu til þess að finna leið til að vísa frá sér því fólki sem glímir við fjölþættan vanda, yfir í annað „kerfi“, og oft liggja fjárhags- legir hvatar þar að baki. Félagsráð- gjafar taka undir þetta en ein stærsta áskorun sem velferðarsamfélagið stendur frammi fyrir er að veita heildstæða og samþætta þjónustu. Vil ég nefna skóla- og heilbrigðis- kerfið sérstaklega í þessu samhengi. Svo þau geti sannarlega verið sú grunnstoð sem þau þurfa og eiga að vera í íslensku velferðarsamfélagi og geti mætt þörfum einstaklinga og fjölskyldna þarf að leggja þar mun meiri áherslu á þverfaglega nálgun. Í Svíþjóð eru félagsráðgjafar til að mynda ein þeirra lykilfagstétta sem starfa í skólunum og í heilsugæsl- unni. Á Íslandi er staðan allt önnur; mjög fáir félagsráðgjafar starfa inni í skólunum og nú er einungis einn félagsráðgjafi sem starfar í heilsu- gæslu á öllu landinu. Félagsráðgjafa- félag Íslands hefur ítrekað bent á að þessu þurfi að breyta og auka þurfi þverfaglega teymisvinnu í skólum og heilsugæslu. Það gengur ekki lengur að líta svo á að ein aðferð og ein leið virki fyrir alla, velferðarkerfið verður að bjóða upp á þverfaglega, heildstæða og sveigjanlega þjónustu sem getur mætt ólíkum þörfum ein- staklinga og mætt þeim þar sem þeir eru staddir svo hægt sé að styðja þá til sjálfshjálpar. Skeytingarleysi Kvennafrídagurinn var viku síðar, þann 24. október, en 43 ár eru síðan konur streymdu fyrst út af vinnu- stöðum landsins og kröfðust jafnra kjara. Við erum komin langan veg á þessum áratugum og mælist Ísland efst meðal þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Nýjar tölur um kynbundinn launamun sýna þó að enn er langt í land. Það er því miður svo að verðmætamat starfa á Íslandi er enn mjög bundið við kyn og eru störf sem hefð er að konur sinni í meira mæli, svo sem félagsráðgjöf, verr launuð en karlastörf þrátt fyrir að menntunarkröfur og ábyrgð í starfi sé sambærileg. Ró tg r ó i n n s a m f é l a g s l e g u r aðstöðumunur hópa finnst á Íslandi og er það til marks um skeytingar- leysi þegar lítið er gert úr umræðu um launamun kynjanna sem finnst enn hér, sama hvort horft er á óleið- réttan eða leiðréttan launamun. Stefán Pálsson sagnfræðingur sagði frá því á morgunverðar- fundi um fátækt á fullveldisöld sem haldinn var í tilefni af alþjóð- legum baráttudegi gegn fátækt að fyrir rúmum hundrað árum hefðu vinnukonur ekki fengið nein laun en vinnukarlinn svo lág að launin hefðu ekki dugað til framfærslu eins barns. Gerum betur strax og látum af þessu skeytingarleysi þannig að þegar afkomendur okkar líta til baka geti þeir litið stoltir um öxl og sagt að árið 2018 hafi orðið mikilvæg þáttaskil í þróun jafnréttis á Íslandi. Jafnréttislandið Ísland María Rúnarsdóttir formaður Félagsráðgjafa- félags Íslands Á fundi Alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólks- ins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr líf- eyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutn- ingsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa rík- issjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekju- mark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mán- aðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frí- tekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frí- tekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyr- is- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frí- tekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að marg- ir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlust- aði á umræður viðkomandi laga- frumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hug- myndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræð- ingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka per- sónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsyn- legt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum líf- eyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilíf- eyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna  Haukur Haraldsson ellilífeyrisþegi Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilíeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Æskilegt er að almennur leigumarkaður þróist áfram á næstu árum um leið og bætt er úr skorti á félagslega íbúðamarkaðnum. 2 3 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U r38 S k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 C -D D 5 4 2 1 7 C -D C 1 8 2 1 7 C -D A D C 2 1 7 C -D 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.