Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 23.11.2018, Qupperneq 46
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina. Hlutverk EFLU er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélög. Þá er lögð rík áhersla á nýjungar og þróun. EFLA setur umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í öndvegi og vinnur eftir skýrri stefnu þar sem lögð er áhersla á stöðugar umbætur til að lágmarka neikvæð umhverfis- áhrif. „Það ætti ekki að koma á óvart að orkuskiptin standa okkur nærri. Við viljum stuðla að því að hægt sé að gera bílaflota landsmanna vistvænan en líka að fólki sé gert auðveldara að nýta aðra kosti með hinum ýmsu skipulagsumbótum. Í því sambandi höfum við unnið með sveitarfélögum og fyrirtækjum í því að marka stefnu varðandi skipu- lagsmál, samgöngumál, umhverfis- mál, byggingarhönnun og útfærslur vegna hleðslumála svo eitthvað sé nefnt,“ segir Bryndís Friðriksdóttir samgönguverkfræðingur. „Hvað rafmagns- og tvinnbílana varðar er okkar aðkoma aðallega fólgin í því að veita ráðgjöf um hentugar hleðslulausnir, en þær eru svipaðar fyrir báðar tegundir bíla þó rafmagnsbílarnir taki inn á sig talsvert meiri raforku. Í nýbygging- um er gert ráð fyrir rafbílahleðslum en í eldri húsum og fjölbýlishúsum getur þurft að fjárfesta í stýrikerfi eða leggja nýja rafmagnsheimtaug,“ segir rafmagnstæknifræðingurinn Sigurður Grímsson, sem veitir við- skiptavinum ráð við val á hleðslu- lausnum og stýringu þeirra. Þar sem rafmagnslagnir að hleðslustöðum eru fyrir hendi segir hann yfirleitt næga orku í rafdreifi- kerfinu. „Það er því ekki endilega spurning um að leggja sem stærsta heimtaug heldur að stýra notkun- inni,“ útskýrir Sigurður og nefnir dæmi: „Það er til dæmis gert með því að sjá til þess að allir séu ekki að hlaða og elda á sama tíma.“ Í nýjum höfuðstöðvum EFLU að Lynghálsi 4 var þetta haft að leiðarljósi. „Við erum ekki með mjög stóra heim- taug en stýrum notkuninni yfir daginn,“ upplýsir Sigurður og segir fólk þurfa að koma sér upp slíku kerfi. Aðspurður segir hann nú þegar mörg vel heppnuð dæmi um það hér á landi. Sigurður segir það geta verið kostnaðarsamt að leggja nýjar lagnir að eldri húsum með tilheyr- andi greftri og bendir á að í staðinn geti fyrirtæki boðið starfsmönnum upp á að hlaða í vinnunni svo dæmi sé nefnt. Auðvelt er að halda utan um raforkunotkun hvers og eins með einföldum hugbúnaði sem nú þegar er í notkun hér á landi. Aðgerðaáætlun stjórnvalda gerir ráð fyrir að Ísland verði kolefna- laust árið 2040. Veigamikill þáttur í þeirri áætlun er að landsmenn skipti yfir í vistvæn ökutæki en til að svo geti orðið þarf að vinna mikla undirbúningsvinnu, sem EFLA kemur að á ýmsum stigum. Þess ber að geta að bílum sem ganga fyrir vetni hefur fjölgað á Íslandi. Í framtíðinni mun vetnis- tækni í bílum þróast meira og koma sterkar inn á markaðinn. Hluti af heildarmyndinni er líka að gera fólki kleift að velja aðra samgöngukosti og vinnur Bryndís með arkitektum og yfirvöldum við útfærslu og hönnun uppbyggingar- svæða með það að markmiði að gera fólki auðveldara að nota einka- bílinn í minni mæli. Má þar nefna að leggja hjólastíga, góðar göngu- leiðir, auka vægi almenningssam- gangna og annað í þeim dúr enda er margt í samgöngukerfinu sem raf- bílar munu ekki leysa einir og sér. „Eins erum við að horfa til lausna eins og að samnýta bílastæði innan uppbyggingarreita en slíkar lausnir sjást í auknum mæli erlendis. Þá eru ekki sett niður bílastæði fyrir utan hvert hús heldur reynt að samnýta stæði með verslunar- og þjónustu- kjörnum í kring þar sem nýtingar- þörfin er önnur. Þar eru bílar yfir daginn á meðan íbúar eru í vinnu en yfirleitt horfnir á kvöldin þegar íbúar koma heim. Með þessu móti má líka spara landsvæði og nýta það undir eitthvað skemmtilegt,“ segir Bryndís. Bryndís segir margt vera að breytast í þjóðfélaginu sem kallar á að lausnir sem þessar verði almenn- ari. „Unga fólkið sem kemur að utan úr námi er til að mynda opið fyrir breyttum lífsstíl. Þá verður krafan um hagkvæmara húsnæði sífellt meiri en ein leið til að verða við því er að byggja minni íbúðarhús án bílastæða og bjóða í staðinn upp á aðgang að deilibílum og góðum tengingum við vistvæna samgöngu- máta. Slíkt húsnæði er góður kostur fyrir fólk sem vill ekki reka bíl, en því fjölgar stöðugt, og það þarf þá ekki að borga fyrir stæði sem það er ekki að nýta.“ Aðkoma EFLU að umhverfis- og samgöngumálum er af ýmsu tagi og hafa starfsmenn stofunnar til að mynda aðstoðað fyrirtæki og sveitarfélög í að marka sér stefnu í samgöngumálum til að draga úr notkun einkabílsins, finna kolefnis- spor sitt og halda bókhald um það svo fátt eitt sé nefnt. „Styrkur okkar felst í því að hér vinnur breiður hópur fólks með ólíka menntun og því hægt að sækja alla ráðgjöf á einn stað.“ Aðkoma EFLU verkfræðistofu að umhverfis- og samgöngumálum er af ýmsu tagi. Styrkur stofunnar felst í því að þar vinnur breiður hópur fólks með ólíka menntun og því hægt að sækja alla ráðgjöf á einn stað. Bryndís Friðriksdóttir er samgönguverkfræðingur og Sigurður Grímsson rafmagnstæknifræðingur. MYND/STEFÁN Framhald af forsíðu ➛ Þetta er ekki endi- lega spurning um að leggja sem stærsta heimtaug heldur að stýra notkuninni. Sigurður Grímsson Hluti af heildarmyndinni er að gera fólki kleift að velja aðra samgöngukosti. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . N ÓV E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVISTVÆN ÖKUTÆKI 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -4 0 1 4 2 1 7 D -3 E D 8 2 1 7 D -3 D 9 C 2 1 7 D -3 C 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.