Fréttablaðið - 23.11.2018, Síða 49

Fréttablaðið - 23.11.2018, Síða 49
Við erum með rafbíla frá Niss-an, Renault, Hyundai, BMW og Jaguar,“ segir Brynjar og bætir við að rafbílar sæki stöðugt í sig veðrið á Íslandi enda sífellt fleiri sem átti sig á kostum þeirra. „Það hefur alltaf verið ákveðinn ótti við rafbílinn en hann er mun minni en hann var fyrir tveimur, þremur árum því rafbílarnir hafa sannað sig hér á Íslandi. Vinsælasti rafmagnsbíllinn er Nissan Leaf en það eru margir skemmtilegir bílar að koma sem við erum að fara að kynna, til dæmis Hyundai Kona sem er sportjepplingur og Jagúar I-Pace sem er með 90 kWh rafhlöðu en fyrir þá sem ekki vita þá segir stærðin á rafhlöðunni til um hvað hún er með mikla orku, jafngildir því þegar fólk segir að bíll sé með 50 lítra tank.“ Þegar Brynjar er spurður af hverju fólk ætti að kaupa sér rafbíl stendur ekki á svar- inu. „Það eru fjölmargar ástæður,“ segir hann ákveðinn. „Rafbíll er umhverfisvænn og einstaklega hagkvæmur í rekstri, það kostar kannski þrjár krónur að keyra kíló- metrann. Svo eru þetta ótrúlega skemmtilegir bílar, yfirleitt mjög snarpir og liprir í akstri og það sem mér finnst skemmtilegast sjálfum er hvað þeir eru hljóðlátir, það eru ákveðin akstursgæði í því.“ Hann bætir því svo við að rafbílar séu framtíðin. „Því fyrr sem þú byrjar, því lengur muntu njóta.“ BL hefur fimm ára reynslu af sölu rafbíla og þar hefur fólk tekið eftir miklum breytingum á trausti almennings til þessara bíla. „Fyrstu árin var vantraust á getu rafbílanna, til dæmis við íslenskar vetraraðstæður en þeir hafa sann- að sig mjög vel. Auðvitað minnkar drægið aðeins á veturna því kuldi hefur áhrif á eyðsluna alveg eins og hjá bensín- og dísilbílum. Þú notar meiri orku í að hita bílinn og svo framvegis en það munar ekki nema kannski 20% á dræginu við bestu aðstæður á sumrin og verstu aðstæður á veturna. Svo er nú ekki svo ofsalega kalt á Íslandi og rafbílar eru notaðir í miklu meiri kulda en gerist hér.“ Hann segir að rafbílar séu vel hannaðir til aksturs í snjó. „Þegar kemur að því að aka í snjó þá eru þessir bílar mjög góðir, fyrir það fyrsta er undirvagninn á þeim alveg sléttur þannig að þegar þú lendir í miklum snjó þá eru þeir ekki að skófla upp snjónum svo þeir festast ekki neitt meira en venjulegir bílar, lykilatriðið er bara að vera á góðum vetrar- dekkjum. Núna þegar farið er aðeins að kólna má nefna það að rafbílar hitna hraðar en bensín- bílar, þú þarft ekki að bíða eftir því að vélin hitni því það er engin vél. Við finnum nú orðið engan mun á sölu rafbíla á vetri eða sumri svo það er búið að eyða þessari mýtu að rafbílar henti ekki íslenskum aðstæðum.“ Annað sem fólk efaðist um var hvort það væri hægt að fara út á land á rafbíl. Brynjar segir að rafbílar hafi líka löngu sannað sig á þeirri leið. „Það eru ON hleðslustöðvar hringinn í kringum landið og í mesta lagi 100 km á milli hleðslupunkta,“ segir hann og bætir við: „Fólk hefur farið hringinn margoft, meira að segja á eldri gerðunum af rafbíl með minna drægi en nýjustu bílarnir á markaðnum í dag. Flestir ættu að komast um 250 km á hleðslu á 40 kWh rafhlöðu með góðu aksturslagi.“ Aðspurður segir Brynjar raf- bíla vera nánast alveg eins og bensín- og dísilbíla nema þeir fyrrnefndu ganga bara fyrir raf- magni og að þróunin sé ör. „Frá því að rafbílarnir byrjuðu að koma á markaðinn hér 2011-12 í einhverju magni voru þeir aðallega í boði sem fólksbílar en nú eru að koma jepplingar og síðar stórir jeppar líka inn á markaðinn. Við eigum von á í sölu Jaguar I-Pace sem er fjórhjóladrifinn sportjeppi með 750 kg dráttargetu þannig að nú eru komnir rafbílar sem mega draga sem hefur ekki verið hægt hingað til. Ástæðan er sú að, eins og með alla bíla, þá eykst eyðslan talsvert við það að hafa t.d. hjól- hýsi eða hestakerru í eftirdragi en með stærri rafhlöðum og styttri hleðslutíma verður það mögu- legt, við eigum eftir að sjá mikla breytingu á því næstu fimm árin.“ Brynjar ekur sjálfur á nýjum Nissan Leaf og var áður á eldri týpunni í þrjú ár. Hann segir að það taki smástund að venjast því að aka rafbíl þannig að hleðslan endist sem best en þegar fólk er komið upp á lagið vilji það ekkert annað. „Þegar við fengum rafbílinn fyrst vildi konan mín helst skila honum eftir einn dag en viku síðar sagði hún við mig að hún vildi helst aldrei eiga öðruvísi bíl en rafbíl.“ Og rafbílar hafa enn fleiri kosti að sögn Brynjars. „Þeir bila lítið sem ekkert enda afskaplega fáir slitfletir í bílnum. Ég hvet alla til að kynna sér kosti rafbíla og þá auðvitað að líta við hjá okkur í BL. Við höfum mikla reynslu og þekk- ingu, erum með 68% söluhlutdeild hreinna rafbíla í landinu og vorum að afhenda þúsundasta rafbílinn í byrjun nóvember.“ Nánari upplýsingar má finna á bl.is. Rafbílar eru framtíðin Brynjar Elefesen Óskarsson, vörumerkjastjóri hjá BL, ekur sjalfur um á nýjum Nissan LEAF. MYND/StEFáN Nissan NV200 tilheyrir stærri gerðinni af rafbílum sem nú ryður sér til rúms í kjölfar stærri rafhlaða sem bjóða upp á meiri hleðslumöguleika. Hyundai Kona rafjepplingurinn er væntanlegur til BL. áður voru rafbílar einkum fólksbílar en núna eru að koma stærri bílar með meiri möguleika. Nýi Nissan LEAF rafbíllinn er mest seldi rafbíll sem fáanlegur er í heiminum í dag að sögn framleiðenda. Stórstígar fram­ farir hafa orðið í hönnun rafbíla undanfarin fimm ár og Íslendingar kveikja í æ ríkari mæli á kostum þeirra. Brynjar Elefsen Óskars­ son er vöru­ merkja stjóri hjá BL sem er með stærstu markaðs­ hlutdeildina í sölu rafbíla á landinu en þar var þús­ undasti rafbíllinn afhentur í byrjun nóvember. KYNNINGARBLAÐ 5 F Ö S t U DAG U R 2 3 . N Óv E m B E r 2 0 1 8 VIStVæN ÖKUtæKI 2 3 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :5 2 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 7 D -3 6 3 4 2 1 7 D -3 4 F 8 2 1 7 D -3 3 B C 2 1 7 D -3 2 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 2 2 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.