Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 25
7. september 2018
KYNNINGARBLAÐ
Ábyrgðarmaður: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is
Veitingar og rómantík
SKORRAHESTAR:
Gisting og hestaferðir í
rómantískri sveitakyrrð
Skorrastaður 4 er í Norð-firði, rétt fyrir innan Neskaupstað. Þar er
rekin samhliða gisting og
hestaleiga en margir gest-
ir staðarins nýta sér hvort
tveggja. Hestaleigan er opin
til 15. október og hugsan-
lega lengur ef vel viðrar, en
gistingin er í boði í allan vetur.
Mörgum þykir gott að komast
í kyrrðina að Skorrastað sem
er nokkuð vel fyrir utan þétt-
býli og náttúrufegurð er mikil.
„Við erum með gistingu
fyrir 19 manns á gistiheimilinu
hérna, í alls sex herbergjum.
Við erum með eitt sex manna
herbergi með kojum, það er
eitt fjögurra manna fjöl-
skylduherbergi með tvöföldu
rúmi og tveimur kojum. Síðan
eru þrjú tveggja manna
herbergi sem henta til dæmis
hjónum eða pörum, og eitt
þriggja manna herbergi þar
sem geta gist þrír aðskildir
aðilar eða hjón með barn.
Hverju herbergi fylgir síðan
baðherbergi og sturta,“ segir
Sunna Júlía Þórðardóttir hjá
Skorrahestum.
Morgunverðarhlaðborð er
innifalið í gistingunni en það
er líka hægt að fá hádegis-
verð og kvöldverð en helst
þarf að panta það með góð-
um fyrirvara. Margir gestir
kjósa hins vegar líka að fara á
veitingastaði í Neskaupstað.
„Það hefur viðrað frá-
bærlega hérna í sumar og
góða veðrið heldur áfram
inn í haustið,“ segir Sunna
en eftir að hestaleigunni er
lokað síðar í haust geta gestir
fengið að kynnast fjárbú-
skapnum á staðnum. „Frá
og með 15. október erum
við með kindurnar á húsi. Þá
býðst fólki í gistingu að koma í
fjárhúsið og gefa. Faðir minn;
Þórður, þekkir féð eins og
lófana á sér og hefur gaman
af að segja frá ættum kind-
anna,“ segir Sunna.
Nánari upplýsingar og
pantanir eru í síma 477-
1736. Sjá einnig vefsíðuna
skorrahestar.is.