Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 2
2 7. september 2018FRÉTTIR
M
atreiðslumeistarinn
þekkti, Sturla Birgisson,
sagði sig úr Klúbbi mat-
reiðslumeistara í kjölfar
samstarfssamnings klúbbsins við
laxeldisfyrirtækið Arnarlax. Í sam-
tali við DV sagði Sturla að það væri
grátlegt að hugsa til þess að á sama
tíma og mörg af helstu veitinga-
húsum landsins hafa tekið saman
höndum til varnar umhverfi og líf-
ríki Íslands með því að lýsa yfir að
þau bjóði aðeins lax úr landeldi,
hafi klúbburinn látið glepjast af
fé og sé að auglýsa norskan eldis-
lax sem alinn er í opnum sjókví-
um við landið. Kaldhæðni örlag-
anna er sú að á dögunum veiddist
eldislax í Vatnsdalsá, einni bestu
laxveiðiá landsins. Sá sem hélt
þar á stönginni var enginn annar
en Sturla sjálfur. Sturla hefur ekki
eingöngu keppt fyrir hönd kokka-
landsliðsins
heldur einnig
þjálfað það.
Hann var einnig
fyrstur Íslendinga
til að keppa fyrir
hönd landsins í kokkakeppninni
Bocuse d’Or. „Þessi samningur er
út í hött,“ sagði Sturla.
Nokkur veitingahús á landinu
hafa tekið höndum saman og
kaupa ekki lax af Arnarlaxi
þar sem þau telja að starfsemi
fyrirtækisins gæti skaðað villta
laxastofna á Íslandi. Fyrirtækinu
var nýverið synjað um alþjóðlega
vottun, svokallaða ASC-vottun,
sem fylgir ítarlegum stöðlum um
sjálfbæra samfélags- og umhverfi-
svæna sjávarvöruframleiðslu. Er-
lendir kaupendur eldislaxins gera
margir strangar gæðakröfur og
meðal annars krefjast þeir ASC-
-vottunar. Svo virðist sem það
skapi engin vandamál fyrir Klúbb
matreiðslumeistara að gera sam-
starfssamning við fyrirtæki sem
uppfyllir ekki þessar gæðakröfur.
DV hafði samband við Björn
Braga Bragason, formann Klúbbs
matreiðslumeistara, vegna máls-
ins og spurði hvort eðlilegt væri
að klúbburinn gerði samning við
fyrir tæki sem uppfyllti ekki al-
þjóðlegar gæðakröfur. „Þetta er
mjög áhugaverð spurning. Arnar-
lax er náttúrlega bara fyrirtæki
sem starfar í íslenskri lögsögu og
er með starfsleyfi á Íslandi og fylgir
lögum landsins. Klúbbur mat-
reiðslumeistara, sem á og rekur
kokkalandsliðið, er ópólitískur fé-
lagsskapur og við getum ekki tek-
ið afstöðu til þess hvaða ræktun-
arleiðir eru notaðar svo lengi sem
þær standast lög og reglur lands-
ins,“ sagði Björn Bragi.
Þegar hann var aftur spurður
frekar út í af hverju klúbburinn
væri að semja við fyrirtæki sem
væri ekki með alþjóðlega vottun á
framleiðslu sinni sagði hann: „Ég
get eiginlega ekki svarað þessari
spurningu betur.“ Blaðamaður
spurði einnig hvort kokkalands-
liðið myndi nota lax frá Arnarlaxi
þegar það keppti erlendis fyrir
hönd Íslands. „Ég geri ekki ráð
fyrir því. Eins og staðan er núna
erum við ekki skuldbundnir að
nota þennan lax.“ n
A
gnes Sigurðardóttir biskup
hefur beðið séra Þóri
Stephensen, fyrrverandi
dómkirkjuprest, að taka
hvorki að sér athafnir eða þjón-
ustu á vegum kirkjunnar framar.
Eins og DV hefur áður greint frá
játaði séra Þórir á sáttafundi árið
2015 að hafa brotið kynferðislega á
ungri stúlku á sjötta áratug síðustu
aldar. Að sögn Agnesar ætlar Þórir
að verða við bón hennar.
Þetta kemur fram í stuttu bréfi
sem Agnes sendi til presta í vik-
unni en hún hefur legið undir
töluverðri pressu eftir umfjöllun
DV og annarra miðla í ágúst. Áður
hafði Stundin greint frá málinu en
séra Þórir var þá ekki nafngreind-
ur.
Prestum gert viðvart
Samkvæmt heimildum DV eru
margir prestar afar ósáttir við það
hvernig Agnes hefur tekið á mál-
inu. Þolandi leitaði til fagráðs
kirkjunnar árið 2010 og árið 2015
fór hinn umdeildi sáttafundur
fram á Biskupsstofu, þar sem
séra Þórir játaði brot sín. Prestum
var þá ekki gert viðvart og hefur
séra Þórir komið fram fyrir kirkj-
unnar hönd, meðal annars hefur
hann predikað í útvarpaðri mes-
su í Breiðholtskirkju og verið við-
staddur vígslu Skálholtsbiskups.
Eftir að DV birti viðtal við
Agnesi, þar sem blaðamanni var
vísað á dyr, fjölluðu aðrir miðlar
um málið en Agnes veitti þeim
engin svör.
Bréf Agnesar er eftirfarandi:
Góðan daginn kæru prestar
Ég hef óskað eftir því við séra
Þóri Stephensen að hann taki
ekki að sér athafnir eða þjónustu
á vettvangi kirkjunnar. Viðbrögð
hans voru þau að hann ætlar að
verða við þeirri beiðni. Þar sem
emerítar framkvæma slíkt í um-
boði starfandi presta þykir mér
mikilvægt að koma þeim upplýs-
ingum til ykkar.
Kv.
Agnes M Sigurðardóttir
Biskup Íslands
Sagði að gerandinn ætti að
bera ábyrgð á sjálfum sér
Brot séra Þóris áttu sér stað
snemma á sjötta áratug síðustu
aldar þegar hann var nemi í guð-
fræði við Háskóla Íslands. Þol-
andinn, dóttir forstjóra sem Þórir
fékk herbergi hjá, opnaði sig fyrst
um brotin á efri árum og leitaði
þá til Stígamóta. Málið var aldrei
rannsakað af lögreglu og auk þess
löngu fyrnt samkvæmt lögum.
Leitaði hún því til fagráðsins til
að fá úrlausn sinna mála en bisk-
upi höfðu einnig borist bréf og
ábendingar frá ættingja þolanda
og presti.
Séra Þórir vildi lítið segja um
málið þegar DV ræddi við hann í
ágúst. Sagði hann þó að þetta mál
væri bull og vitleysa og löngu af-
greitt. Þeir starfsmenn fagráðs
sem DV hafði samband við, nú-
verandi og fyrrverandi, vildu ekki
tjá sig um málið.
Í viðtali við DV sagði Agnes að
gerandinn ætti að bera ábyrgð
á sjálfum sér um hvað honum
fyndist við hæfi og hvað ekki. For-
tíðin yrði ekki tekin til baka. n
Á þessum degi,
7. september
70 – Rómverskur her undir stjórn
Titusar hertekur og fer ránshendi um
Jerúsalem.
1571 – Thomas Howard, 4. hertogi af
Norfolk, er handtekinn fyrir hlutverk
sitt í samsæri um að ráða Elísabetu I.
Englandsdrottningu af dögum og koma
Maríu Stúart Skotlandsdrottningu til
valda.
1818 – Karl III. er krýndur konungur yfir
Noregi. Athöfnin fer fram í Þrándheimi.
1876 – Jesse James og James-Youn-
ger-gengið gera tilraun til bankaráns í
Northfield í Minnesota. Þeir eru hraktir
– tómhentir – á brott af vopnuðum
bæjarbúum.
1923 – Interpol – Alþjóðalögreglan er
stofnuð.
1940 – Þýski flugherinn, Luftwaffe,
hefur leifturstríð og varpar sprengjum
á London og fleiri breskar borgir, sam-
fleytt í 50 nætur.
1986 – Desmond Tutu verður fyrsti
blökkumaðurinn til að leiða Ensku
biskupakirkjuna í Suður-Afríku.
Síðustu orðin
„Mér mundi ekki hugnast
að deyja tvisvar. Það er svo
leiðigjarnt.“
– Bandaríski eðlisfræðingurinn
Richard Feynman (11. maí 1918–15.
febrúar 1988)
n Bað hann að láta af störfum fyrir kirkjunnar hönd
n Sendi prestum tilkynningu
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
AGNES BISKUP VILL AÐ
SÉRA ÞÓRIR DRAGI SIG Í HLÉ
Sturla hættir í Klúbbi matreiðslumeistara vegna samnings við Arnarlax
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
bjartmar@dv.is