Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 22
22 FÓLK - VIÐTAL 7. september 2018
að Þrisvar í viku yrði svona vinsælt.
Ég var búinn að ráða mig upp í Kerl-
ingarfjöll en gat ekki verið þar nema
í örfáar vikur því mér var kippt burt
og svo var túrað um landið.“
Hvernig kom það til að þið spil-
uðuð fyrir Framsóknarflokkinn árið
1987?
„Þetta var einhver hugmynd
sem að framkvæmdastjóri flokks-
ins fékk og þetta fékk heitið „Denni
og Bítlavinafélagið.“ Steingrímur
Hermannsson var kallaður Denni,“
segir Eyjólfur og hlær. „Ég man
ekki hvort það voru margir Fram-
sóknarmenn í Bítlavinafélaginu
en þetta var tilboð sem við feng-
um og við slógum til og þetta var
fjör. Steingrímur sjálfur var hrika-
lega skemmtilegur maður. Hann
var settur í rúllukragapeysu eins og
Bítlarnir og það voru teknar myndir
af okkur saman. Það var kosninga-
barátta í gangi og við spiluðum á
sveitaböllum þar sem Framsóknar-
flokkurinn var með framboðsfundi
en auðvitað voru allir velkomnir,
ekki bara Framsóknarmenn. Í eitt
skiptið kom Denni upp á svið og tók
lagið. Steingrímur gat alveg sungið
og var oft uppi í Kerlingarfjöllum.“
Eftir þessar miklu vinsældir tók
Bítlavinafélagið frí í næstum því
heilt ár og Eyjólfur var þá farinn
að huga að sólóferli. Árið 1988 var
stórt á ferli hans en þá komu út tvær
vinsælar plötur, 12 íslensk bítla-
lög með Bítlavinafélaginu og Dagar
með honum sem sólólistamanni.
Þetta sama ár var ekki síður við-
burðaríkt á ferli annarra meðlima
Bítlavinafélagsins því það ár stofn-
uðu þeir hljómsveitina Sálina hans
Jóns míns. „Það var eins og við gæt-
um ekki gert neitt rangt,“ segir Eyfi.
Sér eftir kvennafarinu
Á þessum tíma voru Íslendingar ný-
byrjaðir að taka þátt í Eurovision og
flestir lagahöfundar sendu inn lög á
hverju ári. Eyjólfur lét ekki sitt eftir
liggja og sendi inn, bæði í Söngva-
keppni Sjónvarpsins og Landslag-
ið, keppni sem Stöð 2 og Bylgjan
stóðu fyrir. Mörg af þekktustu lög-
um Eyjólfs voru framlög í þessar
keppnir eins og til dæmis lagið Álf-
heiður Björk sem sigraði í Lands-
laginu árið 1990. Eyjólfur segist
vera mikill keppnismaður en fer-
illinn hafi þó ekki snúist um þessar
keppnir. Þetta var eitthvað sem all-
ir gerðu til að koma sér á framfæri.
Árið 1990 hætti Bítlavinafélagið,
um sama leyti og frægð Eyjólfs var
sem mest.
Hvernig átti frægðin við þig?
„Þetta var skrýtið til að byrja
með, að eiga lög sem verða vinsæl
og vera sífellt í sjónvarpinu. Ég átti
mjög erfitt með það þegar stelpur
voru farnar að koma upp að mér úti
á götu og biðja um eiginhandarárit-
anir. Ég hef alltaf verið frekar alþýð-
legur maður og var ekki að meðtaka
þetta. En þetta steig mér líka til höf-
uðs og ég fór út af þessum gullna
meðalvegi. Ég kom ekki vel fram
við alla og gerði hluti sem ég sá síð-
ar eftir.“
Hvernig þá?
„Ég var aldrei fyllibytta eða
dópisti eða neitt svoleiðis en ég
var allt of mikill kvennabósi og það
finnst mér alveg skelfilega leiðin-
legt að hugsa um í dag. Þá hélt ég að
þetta líf ætti að vera svona.“
Misstir þú tökin?
„Svona hálfpartinn. Það versta
við þetta var að maður var að svíkja
aðra og það situr enn þá í manni.“
Jón rauk af sviðinu
Eyjólfur á margar minningar frá
þessum tíma og kann sögur af
skrautlegum uppákomum. Ein sú
minnisstæðasta gerðist á balli hjá
Bítlavinafélaginu. Hann segir:
„Á fyrstu verslunarmanna-
helginni sem Bítlavinafélagið
spilaði vorum við í Skeljavík á
Ströndum. Þá var brunagadd-
ur og hafís í Steingrímsfirðinum.
Við urðum að spila í dúnúlpum
og gátum varla hreyft fingurna á
gítarhálsinum.“
Annað ball hljómsveitarinnar
var ekki síður eftirminnilegt.
„Við vorum allir með
kærusturnar með okkur á einu
ballinu. Þegar við vorum að
flytja eitt lagið taldi Jón sig sjá
kærustuna sína vera að kyssa ein-
hvern gæja á dansgólfinu. Hann
varð helvíti fúll en hélt áfram að
spila. Þegar lagið var búið gekk
hann frá hljómborðinu, rauk út á
gólf og óð í parið en þá var þetta
allt önnur kona sem svo óheppi-
lega vildi til að var í alveg eins
fatnaði og kærasta Jóns. Kærastan
hans beið bak við sviðið í róleg-
heitunum,“ segir Eyjólfur og hlær.
„Við hinir horfðum gáttaður á
þetta gerast.“
LOWE ALPINE BAKPOKI 18L
14.995 kr.
Faxafen 12
108 Reykjavík
Sími 534 2727
alparnir.is
HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Erum f utt í Faxafen 12
PROVIDUS PRIMUS
4.995 kr.
SALOMON XA ENDURO
HERRA OG DÖMU SKÓR
23.995 kr.
„Ég hefði
getað
haldið áfram að
borga en vildi það
ekki því að þetta
var eins og að vera
í fangelsi