Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 46
46 7. september 2018
Tímavélin
B
ílaleigan Hasso hefur
verið starfrækt á Íslandi í
yfir tvo áratugi og ber hún
nafn stofnandans þýska,
Hasso Schutzendorf, sem lifði
ævintýralífi svo vægt sé til orða
tekið. Hasso, sem lést árið 2003,
var kallaður „Konungur Mall-
orca“ og var mikill Íslandsvinur.
Á sinni ævi var hann dæmdur
til dauða af nasistum í fjórgang,
stýrði smyglhring í Austur-
-Þýskalandi og varð einn ríkasti
maður Evrópu á því að leigja bíla
á Mallorca.
Bjargað í bakarofni
Hasso Schutzendorf fæddist í
borginni Dusseldorf árið 1924 en
ólst upp í hafnarborginni Ham-
borg. Ævintýri Hasso hófust
strax í móðurkviði en móðir hans
reyndi að enda þungunina með
því að stökkva af húsgögnum.
Hún vildi alls ekki eiga hann. Ha-
sso var aðeins nokkurra mánaða
gamall þegar móðir hans skildi
hann eftir úti á svölum í frosti
en faðir hans, Eugen, bjargaði
honum að sögn með því að setja
hann í bakarofn. Þetta var ekki í
síðasta skipti sem Eugen bjarg-
aði Hasso.
Eugen og fjórir bræður Hasso
sungu saman í hljómsveit og tón-
list var allt í öllu í fjölskyldulífinu.
Þegar nasistar komust til valda
starfaði Eugen fyrir öryggismála-
stofnun þriðja ríkisins í Berlín.
Sjálfur hafði Hasso mikinn
áhuga á djasstónlist og sem ung-
ur maður vildi hann ekki gera
neitt annað en að hlusta á djass
og stunda partí. Allra síst fara í
stríð og hugðist flýja til Svíþjóð-
ar þegar seinni heimsstyrjöldin
braust út. En landið var lokað og
Hasso komst ekki burt.
Liðhlaupi á austurvígstöðvum
Djass var bannaður í þriðja ríki
Hitlers og aðeins sextán ára var
Hasso handtekinn af leynilög-
reglunni Gestapo og yfirheyrður
fyrir landráð fyrir það eitt að hlusta
á tónlistina. Árið 1941 var hann
leiddur fyrir rétt og dæmdur til
vistar í Neuengamme-þrælkunar-
búðunum í útjaðri Hamborgar.
Stríðsbrölt Þjóðverja krafðist
mannafla og því var Hasso sendur
á austurvígstöðvarnar til að berj-
ast við Sovétmenn. Einn daginn,
þegar herdeild hans var stödd við
borgina Odessu við Svartahaf, gerð-
ist hann liðhlaupi og flúði vestur.
Hasso komst hins vegar ekki lengra
en til Rúmeníu þar sem hann var
handtekinn af lögreglunni og í kjöl-
farið færður þýska hernum á ný.
Þá var hann leiddur fyrir herrétt
og dæmdur til dauða en faðir hans
bjargaði honum úr snörunni.
Út stríðið hélt Hasso áfram að
flýja herþjónustu og alls þurfti fað-
ir hans að bjarga honum í fjórgang
úr gálganum. Árið 1944 munaði
aðeins örfáum mínútum að Hasso
yrði tekinn af lífi í Vínarborg.
Óvinur Austur-Þýskalands
númer eitt
Eftir stríðið innritaðist Hasso í
læknanám en samfara náminu
kom hann upp smyglhring á milli
Vestur- og Austur-Þýskalands. Ha-
sso flutti mat, áfengi, tóbak, skrif-
stofuvörur, ýmiss konar þýfi og
flóttamenn á milli austurs og vest-
urs árin 1950 til 1954 og hagnaðist
vel. Þá var hann loks handsamað-
ur, blessunarlega fyrir hann, í vest-
urhlutanum, og fékk eins árs fang-
elsisdóm fyrir. Smyglhringur Hasso
fór ekki fram hjá austurþýskum
yfir völdum og var gerð um hann
heimildamynd þar í landi þar sem
honum var lýst sem óvini landsins
númer eitt.
Refsivistin reyndist ekki vera
betrunarvist því að eftir að Hasso
var laus úr fangelsi flutti hann til
Berlínar og hélt áfram að smygla.
Gamla
auglýsingin
Vísir 3. september 1918
ALLAR GERÐIR
RAFGEYMA
Mikið úrval -
Traust og fagleg þjónusta
Bíldshöfða 12
577 1515 / skorri.is
TUDOR Leðurblaka dafnaði
vel á Hvoli í Mýrdal
Þ
ann 9. október árið 1943 var
brotið blað í sögu íslenskrar
náttúru þegar lifandi leður-
blaka fannst og var greind á
Náttúrugripasafni Íslands. Sveitalíf-
ið átti vel við hana því að hún dafn-
aði vel í Mýrdalssýslu en drapst í
Reykjavík.
Það var Eyjólfur Guðmundsson,
hreppstjóri og bóndi að Hvoli í Mýr-
dal, sem færði Náttúrugripasafninu
kvikindið en sonur hans, Sigurður,
hafði fundið það í kartöflugarði eftir
mikið óveður. Sigurði sýndist þetta
vera hauslaus mús en rannsakaði
betur og sá að það var lifandi,
þandist út og sýndi tennurnar.
Heimilisfólkið á Hvoli ól hana
í nokkra daga og var hún geymd í
kassa á daginn en fékk að fljúga laus
á kvöldin. Leðurblakan fékk ána-
maðka að éta og mjólk að drekka og
efldist hún með hverjum deginum
á bænum.
Blakan var enn lifandi þegar
Eyjólfur kom með hana til Reykja-
víkur 18. október en þá hætti hún að
vilja nærast og drapst daginn eftir.
Finnur Guðmundsson náttúru-
fræðingur rannsakaði leðurblök-
una og komst að raun um að hún
var ekki af evrópsku kyni held-
ur amerísku. Vegalengdin er hins
vegar allt of löng til að hún hafi get-
að flogið hingað sjálf. Að öllum lík-
indum flaug hún af skipi á leið frá
Bandaríkjunum eða Kanada.
Til eru tvær eldri frásagnir af
leður blökuheimsóknum hér á
landi, árin 1817 og 1936, og ekki
ósennilegt að þær eigi við rök að
styðjast. Fundurinn á Hvoli er hins
vegar sá fyrsti sem góðar heim-
ildir eru til um. Leðurblökur hafa
margoft fundist hér síðan og hafa til
dæmis komið hingað með banana-
sendingum.n
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
ÓTRÚLEG ÆVI ÍSLANDSVINARINS HASSO