Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 35
MENNING 357. september 2018
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Frábærir réttir sem þú verður prófa
Paella, Spánn
Margir halda því fram að paella sé þjóðarréttur Spánar enda vinsæll réttur um gjörvallt landið. Rétturinn er þó upprunninn í Valencia-héraði.
Í grunninn er um að ræða einfaldan hrísgrjónarétt með mildu kryddi en hann kemur í fjölmörgum útgáfum, meðal annars með fiskmeti,
kjötmeti, grænmeti eða hreinlega öllu saman.
Bunny Chow, Suður-Afríka
Mörgum sögum fer af uppruna réttarins en indverskir innflytjendur eiga óumdeilanlega
heiðurinn. Rétturinn er feikivinsæll á götuhornum suðurafrískra borga. Um er að ræða
brauðhleifa sem fylltir eru með margs konar gerðum af bragðmiklum karríkássum.
Adobo, Filippseyjar
Óopinber þjóðarréttur Filippseyja. Að sjálfsögðu eru til margs konar útgáfur en í flestum
tilvikum er um að ræða kjöt eða sjávarfang sem er marínerað og síðan steikt upp úr ljúffengu
soði sem samanstendur af ediki, sojasósu, hvítlauk og svörtum pipar. Varist eftirlíkingar.
Fondú, Sviss
Það er sérstök stemning sem fylgir því að gæða sér á fondú í góðum félagsskap. Þrátt fyrir
að margar útgáfur hafi orðið til í áranna rás þá er sú klassíska mjög einföld. Ostur bræddur í
potti ásamt víni og síðan er brauðbitum eða kartöflum dýft ofan í dýrðina.
Ceviche, Perú
Rétturinn er afar vinsæll víða í Suður-Ameríku en er álitinn þjóðarréttur Perúmanna. Saga réttarins nær um 2.000 ár aftur í tímann. Í
grunninn er um að ræða hráan fisk sem er látinn eldast í köldum sítrónusafa.
Hummus, Mið-Austurlönd
Fyrst er minnst á kjúklingabaunamaukið fræga í egypskum matreiðslubókum frá þrettándu
öld. Þetta er afar vinsæll réttur um öll Mið-Austurlönd og það verður enginn svikinn af því að
prófa þennan rétt, einan og sér eða með ljúffengu pitabrauði.