Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2018, Blaðsíða 20
20 FÓLK - VIÐTAL 7. september 2018 É g var að fatta að það eru þrjátíu ár síðan fyrsta sóló­ platan kom út og ég varð að halda upp á það með ein­ hverjum hætti,“ segir tónlistar­ maðurinn Eyjólfur Kristjánsson sem heldur stórtónleika í Há­ skólabíói þann 13. október. „Ég vildi frekar halda þetta í Háskólabíói en í Hörpu því að mér finnst betri hljómburður þar. Það skiptir engu máli hvar þú situr því þú sérð alltaf vel og hljóðið fyllir salinn. Ég ákvað að gera þetta svo­ lítið grand fyrst ég var að þessu á annað borð. En ég er auðvitað að farast úr stressi og á kvöldin spái ég í hvað ég sé að kalla yfir mig.“ Á tónleikunum mun Eyfi flytja öll sín helstu lög af ferlinum, bæði sóló­ og hljómsveitarferlinum. Sjö manna hljómsveit leikur undir, bakraddir úr Gospelkór Reykjavík­ ur og tíu manna strengjasveit taka einnig þátt. Auk þess taka fjöl­ margir gestasöngvarar lagið með honum, fólk sem hefur fylgt hon­ um lengi, svo sem Stefán Hilm­ arsson, Björgvin Halldórsson og Bergþór Pálsson og leynigestir. „Ég er tónleikamúsíkant og hef alltaf verið. Það besta sem ég hef gert á ferlinum er einmitt þær tvær tónleikaplötur sem ég hef gefið út. Mér líður best á sviði.“ Eyjólfur Kristjánsson, eða Eyfi eins og hann er gjarnan kallaður, var ein skærasta tónlistarstjarna Íslands á níunda og tíunda áratugnum þegar hann lék með Bítlavinafélaginu og söng fyrir Íslands hönd í Eurovision. Hann stendur núna á tímamótum og heldur stórtónleika Háskólabíói. Eyjólfur ræddi við DV um ferilinn, dekur í æsku, frægðina sem fór úr böndunum og gjaldþrotið í kjölfar bankahrunsins. Stoltastur af að hafa ekki bugast Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is LJÓSMYNDIR: HANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.